30.06.2003 00:00
Hreppsnefndarfundur nr. 54
Mánudaginn 30. júní 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra
Gjörðir fundarins voru þessar:
-
Samningur um búfjáreftirlit og fundargerðir frá 3. og 7. júní sl.
Fyrir liggja drög að samningi um búfjáreftirlit milli Búnaðarsambands Eyjafjarðar annars vegar og Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Akureyrarkaupstaðar, Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps hins vegar um sérfræðiþjónustu og framkvæmd forðagæslu búfjár á búfjáreftirlitssvæði viðkomandi sveitarfélaga. Samningurinn samþykktur, hvað varðar Grýtubakkahrepp.
-
Bréf frá Félagi íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnanna fyrir börn og unglinga, dags. 13. júní 2003 og ályktanir félagsins frá 7. mars sl.
Lagt fram.
-
Bréf frá AFE ódagsett
Félagið er að óska eftir formlegum samskiptum við sveitarfélagið. Samþykkt að fela sveitarstjóra að koma á formlegum samskiptum við AFE.
-
Drög að samningi um stofnanaþjónustu fyrir aldraða milli Akureyrarbæjar og Grýtubakkahrepps
Lögð fram og rædd, en afgreiðslu frestað.
-
Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 18. júní sl.
Lagt fram.
-
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 2. júní sl.
Lagt fram.
-
Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar frá 20. júní 2003
Lagt fram.
-
Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dags. 18. júní 2003
Lagt fram.
-
Bréf frá Fjólu Stefánsdóttur frá 25.06.2003
Bréfið er vegna launa Guðbjargar Jónsdóttur en hún er í sumarvinnu á Grenilundi. Samþykkt að laun Guðbjargar verði skv. flokki A11, 6. þrep.
-
Drög að náttúruverndaráætlun
Tvö svæði í áætluninni eru í Grýtubakkahreppi. Annað er ósasvæði Fnjóskár og gilið upp fyrir Laufásfossa. Lónin í Höfðahverfi auk Nesmóa og flæðiengja, allt vestur fyrir Bárðartjörn. Hitt svæðið er frá sjó við Hjalla norðan Grenivíkur í Grenivíkurfjalli og beint austur í Þjófadali. Um Grjótskálahnjúk suður í Skessuhrygg og þaðan austur í Austurfjall og þá norðaustur í Skessuskálafjall og til sjávar í Helluvík. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um hvaða áhrif tillögurnar munu hafa í raun, nái þær fram að ganga.
-
Kennaramál
Sveitarstjóra falið að semja við umsækjendur um kennarastöður varðandi flutningsstyrk
-
Erindi frá Sveinbirni Guðmundssyni smb. síðasta fund
Sveitarstjóra falið að vinna í málinu. Samþykkt að greitt verði flugfar vegna komu golfvallarhönnuðar til að gera úttekt á landi fyrir mögulegan golfvöll.
-
Samstarf sveitarfélaga
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um samstarf nágrannasveitarfélaga.
-
Girðingar
Rætt um girðingarmál.
-
Starfshlutfall á skrifstofu
Fram kom að Ragnheiður Harðardóttir hefur sagt upp störfum á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Samþykkt að auglýsa eftir starfskrafti í 50% stöðu á skrifstofu.
-
Önnur mál
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl: 19:55.