- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 55
Mánudaginn 1. september 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Opnuð ný heimasíða fyrir Grýtubakkahrepp.
2. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 1. júlí, 15. júlí og 19. ágúst 2003.
Lagðar fram og liðir 4 og 5 í fundargerð frá 1. júlí, liður 3 í fundargerð frá 15. júlí og liður 1 í fundargerð frá 19. ágúst samþykktir. Liður 2 í fundargerð frá 19. ágúst er samþykktur með fyrirvara um að húsið standi á landi Höfða II.
3. Bréf frá Elínu Jakobsdóttur dags. 25.08.2003.
Verið er að óska eftir niðurgreiðslu á gjöldum hjá dagmömmu fyrir Jón Þorra Hermannsson, en hann er í vistun hjá dagmömmu á Akureyri. Samþykkt að greiða niður um 22%, líkt og Akureyrarbær gerir, háð því að viðkomandi dagmamma sé með þar til skilin leyfi og að framvísað sé reikningi. Þórður vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
4. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 15.08.2003.
a. Fundargerð frá 11. ágúst 2003.
b. Fjárhagsáætlun 2004.
Lagt fram og engar athugasemdir gerðar við fjárhagsáætlun.
5. Úrskurður félagsmálaráðuneytisins frá 3. júlí 2003.
Með erindi dags. 12. febrúar 2003, barst ráðuneytinu stjórnsýslukæra, Öryrkjabandalagsins f.h. Guðrúnar Fjólu Helgadóttur, Grund, Grýtubakkahreppi, hér eftir nefnd kærandi, vegna ákvörðunar Grýtubakkahrepps, hér eftir nefndur kærði, um að hafna beiðni hennar um afslátt af álögðum fasteignaskatti vegna íbúðarhúss og útihúsa á jörðinni Grund í Grýtubakkahreppi fyrir árin 2000-2002. Kærandi krefst þess að ákvörðun kærða um að hafna erindi hennar verði felld úr gildi. Úrskurðar orð hljóða svo: Kröfu kæranda, Guðrúnar Fjólu Helgadóttur um að félagsmálaráðuneytið felli úr gildi synjun Grýtubakkahrepps dags 9. júlí 2002, um niðurfellingu eða afslátt af fasteignaskatti af útihúsum á grundvelli 5. mgr. 5 gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga er hafnað. Ákvörðun Grýtubakkahrepps frá 9. júlí 2002 um að synja beiðni kæranda, Guðrúnar Fjólu Helgadóttur, um niðurfellingu eða afslátt af fasteignaskatti á grundvelli 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, er felld úr gildi. Lögð voru fram drög að reglum varðandi afslátt af fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Þau drög voru samþykkt með smávægilegum breytingum.
6. Bréf frá Hreini Skúla Erhardssyni, ódagsett.
Hreinn Skúli er að sækja um lóð að Lækjarvöllum 11. Samþykkt að veiti Hreini Skúla lóðina með fyrirvara um húsgerð.
7. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 08.07.2003.
Bréfið er minnisblað vegna skoðunarferða á afréttarland Grýtubakkahrepps 24. júní 2003. Fram kemur að afréttin stenst ekki hvað varðar landnýtingu í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Sveitarstjóra falið að afla frekari skýringa, m.t.t. þess að stærstur hluti þess beitarlands, þar sem féð gengur, var ekki skoðaður.
8. Breyting á aðalskipulagi Grenivíkur 1987-2007 á svæði milli Lækjarvalla og Miðgarða.
Breyting á aðalskipulagi hefur verið auglýst og tími til athugasemda útrunnin. Engar athugasemdir hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir breytingarnar.
9. Bréf frá Viðari Júlíussyni og Margréti Ösp Stefánsdóttur dags. 25. ágúst 2003.
Þau eru að sækja um viðbótarlán að upphæð kr. 840.000,-. Erindið samþykkt. Jóhann vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
10. Bréf frá Elínu Berglindi Skúladóttur og Jóni Ásgeiri Péturssyni dags. 5. ágúst 2003.
Eru þau að sækja um viðbótarlán að hámarki kr. 984.000,-. Samþykkt þar sem tekjur þeirra miðað við viðmiðunartekjur Íbúðarlánasjóðs eru undir mörkum sé miðað við stofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars.
11. Reglur um skólavistun í Grenivíkurskóla.
Vænst er tillagna frá skólastjóra varðandi reglur um vistunina. Samþykkt að fylgja gjaldskrá Akureyrarbæjar varðandi vistunina.
12. Dómur vegna Grenivíkurtungna.
Dómur í máli Guðrúnar Valdísar Eyvindsdóttur, Sigurðar Jónasar Baldurssonar og Kristjáns Stefánssonar gegn Grýtubakkhreppi varðandi landamerki frá Gljúfrárvaði að Illagilsá var felldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sveitarstjórn samþykkir að una dómnum og telur málinu lokið af sinni hálfu.
13. Til kynningar:
a. Bréf til Brunamálastofnunar.
b. Reglugerð um úthlutun á byggðakvóta.
c. Reglugerð um girðingar með vegum.
d. Kynningarfundur hjá Símey. Lagt fram.
14. Kauptilboð í Hvammsland.
Lagt fram kauptilboð í jarðirnar Hvamm og Árbæ án húsa að upphæð kr.4.300.000,-. Tilboðið var gert í samráði við alla sveitarstjórnarmenn og samþykkir sveitarstjórn það. Samþykkt að veita sveitarstjóra og oddvita heimild til að ganga frá skiptum varðandi lóð í kringum mannvirki.
15. Bréf frá Sænesi dags. 29.08.2003.
Sænes er að sækja um lóð fyrir gistiheimili að Miðgörðum 2 á Grenivík. Erindið samþykkt með fyrirvara um breytingar á aðalskipulagi og grendarkynningu.
16. Bréf frá Þóreyju Aðalsteinsdóttur og Hólmfríði Friðbjörnsdóttur dags. 15.07.2003.
Þær fara fram á að laun þeirra verði endurskoðuð vegna aukins álags á Grenilundi. Samþykkt að kalla eftir umsögn forstöðukonu Grenilundar.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00.