Sveitarstjórn

06.10.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 57

Mánudaginn 6. okt. 2003, kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson.  Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Lagður fram þjónustusamningur milli Grýtubakkahrepps og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. 
Samningurinn samþykktur.

2. Bréf frá Brynhildi Jónu Helgadóttur og Birgi Má Birgissyni dags. 16.09.2003. 
Hafa þau afturkallað bréfið.

3. Aðgangur að öldrunarþjónustu á Akureyri.
Farið yfir aðgangsrétt og greiðslur Grýtubakkahrepps.

4. Forkaupsréttur á Oddgeiri ÞH 222. 
Sveitarstjórn samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar, en áður hafði verið haft samband við hreppsnefndarmenn í síma út af málinu.

5. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 5. september sl. 
Lögð fram.

6. Bréf frá Björgunarsveitinni Ægi dags. 18. sept. og 1. okt. 2003.    Björgunarsveitin fer fram á við sveitarfélagið að það taki yfir húseignir sveitarinnar á Látrum, Keflavík og Þönglabakka.  Einnig er sveitin að sækja um styrk að upphæð kr. 300.000,-  Samþykkt að taka við húsunum þar sem aflétt hefur verið kvöðum af skýlunum sem neyðarskýlum. Styrkbeiðninni er vísað til næstu fjárhagsáætlunar.

7. Drög að gjaldskrá fyrir búfjareftirlit í Grýtubakkahreppi. 
Fyrri umræða samþykkt.

8. Bréf frá Sveinlaugu Friðriksdóttur og Stefáni Gunnarssyni dags. 29. september 2003. 
Þau eru að sækja um lóð nr. 14 við Lækjarvelli fyrir íbúðarhús þar sem einnig verður hárgreiðslustofa. Samþykkt að veita lóðina með fyrirvara um grenndarkynningu.  Hvað varðar leyfi til að reka hárgreiðslustofu í húsinu er það samþykkt af sveitarstjórn með fyrirvara um grenndarkynningu og hægt sé að segja leyfinu upp.

9. Málefni Grenilundar.  Smb. lið 11 í síðustu fundargerð.
Ákveðið að  veita þeim starfskröftum sem eru í 90% vinnu eða meira, þeim Þóreyju Aðalsteinsdóttur og Hólmfríði Friðbjörnsdóttur 5% álag á dagvinnu í eitt ár.  Ákveðið að sækja um eitt hjúkrunarrými til viðbótar á Grenilund.

10. Bréf frá Norðurorku dags. 25. september 2003. 
Í bréfinu er farið fram á samvinnu um könnun á hagkvæmni hitaveitu á Grenivík.  Boðað er til fyrsta fundar 17. okt. nk.

11. Bréf frá húsverði Grenivíkurskóla dags. 1. október 2003. 
Bréfið fjallar um einelti í Grenivíkurskóla. Ákveðið að fá álit skólanefndar, skólastjóra og kennara um einelti í skólanum.

12. Farið yfir aðalbók Grýtubakkahrepps.
Útlit er á að útgjaldaliðir standist nokkuð, en tekjur frá Jöfnunarsjóði verði minni en gert er ráð fyrir.

13. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Til kynningar.

14. Bréf frá Rarik dags. 1. júlí 2003. 
Bréfið er svar  um færslu á ljósastaur við Hafnargötu 1.  Ákveðið að senda fyrirspurn til Rariks um hvort hægt sé að færa staurinn suður fyrir götuna.

15. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá
1. október sl. 
Fundargerðin samþykkt.

16. ADSL í Grýtubakkahreppi. 
Farið yfir fjarskiptamál í Grýtubakkahreppi, en Síminn hefur lokið við þær ADSL tengingar sem hann fer í á þessu ári og í byrjun árs 2004 verður ákveðið í hvaða tengingar verður farið næst.

17. Byggingarframkvæmdir við Lækjarvelli
Sveitarstjórn lýsir miklum vonbrigðum með að framkvæmdir séu ekki hafnar hjá Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars við byggingu tveggja íbúða við Lækjarvelli, smb. samning þar um.  Gerð er krafa um að framkvæmdir hefjist nú þegar.  Oddvita og sveitarstjóra falið að óska eftir fundi til að fylgja málinu eftir.

18. Breyting á aðalskipulagi Grenivíkur /Miðgarðar 2. 
Breytingarnar hafa verið auglýstar og engar athugasemdir hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna.

19. Bréf frá hestaíþróttafélaginu Þráni dags. 1. október 2003. 
Er verið að fara fram á að sveitarfélagið leggi reiðveg frá Kaplaskjóli suður að Hólslandi.  Sveitarstjóra falið að kynna sér hvernig málum er háttað í öðrum sveitarfélögum hvað varðar reiðvegi.

20. Bréf frá forstöðumanni félagsmiðstöðvar í Grenivíkurskóla dags. 1. október 2003. 
Er verið að athuga um kaup á pool borði, en fyrir nokkrum árum stóð til að það kæmi slíkt borð  í félagsmiðstöðina.  Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

21. Önnur mál. 
Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 22,00.

Guðný Sverrisdóttir, fundarritari.