Sveitarstjórn

20.10.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 58

Mánudaginn 20. okt. 2003, kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.   

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Byggingarframkvæmdir við Lækjarvelli.  Lagt fram bréf frá Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. þar sem fram koma þrjár tillögur að lausnum til að ljúka samningi við Grýtubakkahrepp. Ákveðið að óska aðstoðar lögfræðings Grýtubakkahrepps.

2) Reiðvegir.  Farið yfir hvernig staðið er að framkvæmdum við reiðvegi í nokkrum öðrum sveitarfélögum.  Sveitarstjóra falið að kynna fulltrúum hestamannafélagsins athugunina.

3) Sameining sveitarfélaga.  Rætt um væntanlegt átak um sameiningu sveitarfélaga.

4) Bréf frá Eyþingi dags. 8. okt. 2003.
    (a) Ályktun aðalfundar um sorpförgun.
    (b) Ályktun um forvarnir.
    (c) Ályktun varðandi nýstofnaða Náttúrustofu á starfssvæðinu.  Lagt fram.

5) Skólanefnd Grenivíkurskóla.
    (a) Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 14. október 2003. Samþykkt.
    (b) Bréf frá skólanefnd Grenivíkurskóla dags. 14.10.2003.  Bréfið er svar við 
     bréfi frá Grýtubakkahreppi 07.10.03 varðandi einelti í Grenivíkurskóla. Lagt fram.

6) Drög að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Grýtubakkahreppi.  Seinni umræða. Samþykkt.

7) Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna.

8) Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 9. október 2003.  Bréfið er svar við bréfi frá Grýtubakkahreppi þar sem óskað er frekari skýringa á bréfi Landgræðslu ríkisins varðandi ástand afrétta í sveitarfélaginu. Sveitarsjóra falið að kanna málið.

9) Ályktanir aðalfundar Eyþings 26. og 27. september sl.  Lagðar fram.

10) Áfrýjunarstefna v/Grenivíkurtungu.  Lögð fram áfrýjunarstefna frá eigendum Grýtubakka I og II varðandi landamerki í Grenivíkurtungum en áður hafði fallið dómur í héraði. Sveitastjórn felur Ólafi Björnssyni að vera lögfræðingur Grýtubakkahrepps.

11) Námskeiðið," Þjónusta, samskipti og ánægja í starfi".  Samið hefur verið við Reyni ráðgjafastofu um að halda námskeið fyrir starfsmenn Grýtubakkahrepps og er fyrirhugað að námskeiðið verði 31. okt. nk. milli kl. 15,00 og 19,00.

12) Bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi dags. 9. október 2003.  Lagt fram og fjárstyrk hafnað.

13) Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu dags. 14. október 2003.  Er verið að tilkynna að Grýtubakkahreppur hefur fengið 4,1 þorskígildislestir af byggðakvóta. Ákveðið að úthlutun fari eftir reglum ráðuneytisins.

14) Bréf frá Svalbarðsstrandarhreppi dags. 10. október 2003.  Er verið að tilkynna um skipulagsvinnu við aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps.  Lagt fram.

15) Hitaveita í Grýtubakkahreppi.  Lagt fram minnisblað frá Norðurorku hf. varðandi hitaveitu í Grýtubakkahreppi.  Ákveðið að fara í samstarf við félagið.

16) Endurskoðun fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2003.  Niðurstaða endurskoðunar er að aukin útgjöld auk minna framlags Jöfnunarsjóðs er kr. 12.489 þús., en lækkun á framlagi Jöfnunarsjóðs frá áætlun er kr 9.700 þús.  Handbært fé er kr. -7.019 þús.  Endurskoðunin samþykkt og samþykkt að mæta fjárþörfinni með lántöku. Sveitarstjóra falið að útvega lánsfjármagn.

17) Tónlistarskóli Eyjafjarðar.  Lögð fram og samþykkt áætlun um launakostnað fyrir haustönn 2003.

18) Önnur mál.

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð lesin upp og samþykkt. 
Fundi slitið kl. 20,30.

Guðný Sverrisdóttir, fundarritari