- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 60
Mánudaginn 17. nóvember 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Niðurstaða könnunar sem gerð var á vegum Grýtubakkahrepps.
Könnunin var um viðhorf íbúa hreppsins til ýmissa þátta í rekstri sveitarfélagsins. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með gagnlegar ábendingar og hugmyndir sem fram komu í niðurstöðum könnunarinnar og verða þær hafðar til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar.
2. Bréf til alþingismanna Norðausturkjördæmis.
Lagt fram afrit af bréfi til alþingismanna Norðausturkjördæmis en sveitarstjóri fór á fund þeirra 5. nóv. sl. Í bréfinu er rætt um sameiningu sveitarfélaga, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og ADSL tengingar.
3. Samantekt úr Árbók sveitarfélaga 2003.
Lagður fram samanburður milli nokkurra sveitarfélaga úr Árbók sveitarfélaga 2003.
4. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 4. nóvember 2003.
Bréfið er vegna Olweusaráætlunarinnar gegn einelti. Lagt fram.
5. Bréf frá Faghópi leikskólastjóra ódagsett.
Lagðar fram ályktanir hópsins.
6. Kynningarfundur um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram.
7. 58., 59. og 60. fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar.
Lagðar fram.
8. Bréf frá Fasteignamiðstöðinni dags. 31. október 2003.
Er verið að leita eftir hvort Grýtubakkahreppur ætli að nýta forkaupsrétt að íbúðarhúsi og útihúsum ásamt 11,5 ha úr jörðunum Hvammi og Árbæ í Grýtubakkahreppi. Einnig hvort Grýtubakkahreppur samþykki ofangreind aðilaskipti. Sveitarstjóri hefur þegar samþykkt að nýta ekki forkaupsréttinn og samþykkt ofangreind aðilaskipti eftir að hafa leitað samþykkis sveitarstjórnarmanna símleiðis.
9. Reglugerð um úthlutun á 1.500 þorskígildislestum til stuðnings sjávarbyggðum.
Sveitarstjóra falið að mótmæla reglugerð, sem sett var 10. nóvember, þar sem reglugerð frá 8. ágúst er breytt þannig að bátar sem fá úthlutað minna en 0,5 þorskígildislestum, fá ekki úthlutun. Kröfur sveitarstjórnar eru þær að úthlutun verði skv. reglugerð sem sett var 8. ágúst ellegar verði sveitarstjórn gefin kostur á að endurskoða ákvörðun sína varðandi að láta úthlutun byggðakvóta vera skv. fyrrnefndri reglugerð ráðuneytisins.
10. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2004.
Fyrri umræða.
11. Önnur mál.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:45.