- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 61
Mánudaginn 1. des. 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Magnús Ásgeirsson og Halldór Ragnar Gíslason frá Atvinnuþróunarfélaginu komu á fundinn.
Fram kom m.a. að sú breyting hefur verið gerð að AFE getur nú samið um vinnu einstakra verkefna fyrir eitt og eitt sveitarfélag, einnig kom fram að hlutverk félagsins er að gera sameiginlega atvinnustefnu fyrir sveitarfélögin á svæðinu og hefur verið ákveðið að spyrða það við þá vinnu sem verið er að vinna í tengslum við gerð byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Í þriðja lagi er hlutverk félagsins að markaðssetja félagið út á við gagnvart fjárfestingu á svæðinu. Þeir Magnús og Halldór fóru einnig yfir helstu verkefni sem AFE vinnur að í dag.
2. Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla og fyrstu tillögur að teikningu vegna nýbyggingar.
Málið rætt nokkuð ítarlega. Fundargerð samþykkt.
3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 10. nóvember sl. Lagt fram.
4. Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar 198. og 199. fundar.
Lagt fram.
5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 4. nóvember sl.
Lagt fram.
6. Bréf frá Stígamótum dags. 21.11.2003.
Er verið að fara fram á fjárstuðning. Erindinu hafnað.
7. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 24.11.2003.
Er verið að kynna skiptinámsdvöl fyrir stjórnendur í norrænum sveitarfélögum. Lagt fram.
8. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps, fyrri umræða.
Lokið.
9. Önnur mál.
Engin.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:00.