Sveitarstjórn

05.04.2004 00:00

 Hreppsnefndarfundur nr. 69

Mánudaginn 5. apríl 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Hjalti Gunnþórsson kom á fundinn. 
Erindi Hjalta var að ræða um tengingu Lunds við holræsakerfi Grenivíkur þar sem hann er ekki sáttur við afgreiðslu sveitarstjórnar frá 16. feb. sl.  Fram kom hjá Hjalta að kostnaður við að leggja frá götu er verulega hærri en sú niðurfelling holræsagjalda sem samþykkt var að bjóða 16. feb. sl.  Fram kom hjá oddvita að það gjald sem innheimt er vegna holræsa sé miðað við hús sem byggð eru við skipulagðar götur og greitt er af gatnagerðargjöld.  Samþykkt var að standa við fyrra boð til Hjalta.  Jenný vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

2. Umsóknir um stöðu skólastjóra við Grenivíkurskóla. 
Fimm umsóknir hafa borist frá þeim:  Árna Þorsteinssyni, Daníel Frey Jónssyni, Róbert Gunnarssyni, Sigríði Jóhannsdóttur og Örlygi Þór Helgasyni. 
Rætt verður við fjóra umsækjendur seinna í dag.

3. Umsóknir um stöðu húsvarðar við Grenivíkurskóla.  Átján umsóknir hafa borist frá þeim: Ármanni Einarssyni, Ástu Hreiðarsdóttur, Bognslaw Burba, Einari Þór Sigurjónssyni, Gesti Helga Friðjónssyni, Gutta Guttesen, Halldóri Gunnlaugssyni, Haraldi Gunnþórssyni, Kevin Marcel, Kristjáni Einari Jónssyni, Lárusi Jóni Lárussyni, Sigurði O. Björnssyni, Vali S. Friðvinssyni, Þorsteini Þormóðssyni, Þórarni Sigurðssyni, Þóri Garðarssyni.  Tveir umsækjendur óskuðu nafnleyndar.

4. Hagkvæmniathuganir um hitaveitu í Grýtubakkahreppi.  Lögð fram hagkvæmniathugun á hitaveitu í Grýtubakkahreppi gerð í mars 2004, unnin af Verkfræðistofu Norðurlands.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5. Bréf frá Lögmannshlíð dags. 11. maí 2003. 
F.h. Kristjáns Stefánssonar á Grýtubakka 2 er verið að fara fram á að skipta út leigulóð fyrir íbúðarhús á Grýtubakka 2.  Sveitarstjórn samþykkir erindið.

6. Bréf frá Friðbirni Möller dags. 15.03.2004. 
Í bréfinu fer Friðbjörn fram á að fá greitt kr. 350.000,- vegna leigu á ljósmyndum sem eru til sýnis á vefnum grenivík.is.  Erindinu hafnað.

7. Fundargerð Byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis dags. 16.03.2004. 
Lagt fram.

8. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 12.03.2004. 
Lagt fram.

9. Umsókn um viðbótarlán frá Brynju Jónsdóttir dags. 26.02.2004. 
Samþykkt að veita Brynju viðbótarlán allt að kr. 1.850.000,-  til kaupa á Túngötu 26 á Grenivík.

10. Fundargerð byggingarnefndar skóla dags. 29.03.2004. 
Fundargerðin samþykkt.

11. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla dags. 24.03.2004. 
Fundargerðin samþykkt.

12.  Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. 
Fundi  slitið kl. 17:45.