- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 72
Mánudaginn 10. maí 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps kl. 12.00. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Ráðning skólastjóra.
Sveitarstjórn hafði samþykkt að ræða við Sigríði Jóhannsdóttur og var henni boðin staðan. Sigríður hafnaði boðinu og drógu Róbert Gunnarsson og Örlygur Helgason sínar umsóknir til baka. Í kjölfarið var umsóknarfrestur framlengdur til 5. maí. Þrjár umsóknir bárust, frá Valdimar Víðissyni, Hrafnhildi Sigurgeirsdóttur og Sverri Kristinssyni.
Skólanefnd hefur mælt með Valdimar Víðissyni í starf skólastjóra Grenivíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Valdimar Víðisson.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:00