Sveitarstjórn

17.05.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 73

Mánudaginn 17. maí 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2003, seinni umræða. 
Seinni umræðu lokið og reikningurinn samþykktur.

 2. Örbylgjutenging í Grýtubakkahreppi. 
Þekking hf. hefur lýst yfir áhuga á að bjóða upp á þráðlaust internet í Grýtubakkahreppi.  Sveitarstjórn samþykkir að hafa ekki afskipti af því hvaða aðilar komi upp slíkri þjónustu á svæðinu, en Snerpa ehf. hefur þegar lýst yfir sambærilegum áhuga.

 3. Stofnskrá fyrir Minjasafnið á Akureyri. 
Stofnskráin var samþykkt á aðalfundi Minjasafnsins á Akureyri 28. apríl 2004 sbr.11. gr. þágildandi stofnskrár.  Sveitarstjórn samþykkir stofnskrána fyrir sitt leyti.

 4. Reglur um bann við netaveiði göngusilungs við Eyjafjörð. 
Einnig lagt fram bréf frá Árna Ísakssyni, veiðimálastjóra sem sent var til skýringar á reglunum.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælir því hvernig staðið var að setningu banns við netaveiði göngusilungs við Eyjafjörð og telur eðlilegt að ákvörðunin verði dregið til  baka á grundvelli þess hvernig að henni var staðið.

5. Erindi frá Skákfélaginu Hróknum, ódagsett. 
Er skákfélagið að fara fram á áheit vegna skák-maraþons 28. og 29. maí nk.  Erindinu hafnað.

6. Erindi frá Lýðheilsustöð, dags. 5. maí sl. 
Er verið að kynna verkefni um bætt mataræði og aukna hreyfingu barna og ungmenna.  Samþykkt að kanna hvað felst í þátttöku verkefnisins, t.d. varðandi kostnað og vinnu, áður en ákvörðun varðandi þátttöku er tekin.

7. Boðun Héraðsnefndarfundar 2. júní nk. og fundargerðir héraðsráðs frá  24. mars og 28. apríl 2004. 
Samþykkt að sveitarstjóri geti framselt atkvæðisrétt sveitarfélagsins til þeirra sveitarstjórnarmanna, sem sjá sér fært að fara á fundinn.  Fundargerðirnar lagðar fram.

8. Bréf frá  Jafnréttisstofu frá 4. maí 2004.
Er verið að minna á að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 manns skulu setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

9. Ályktanir 67. íþróttaþings ÍSÍ. 
Lagt fram.

10. Skipulagning skólastarfs. 
Rætt um skipulagningu skólastarfs, m.a. kennararáðningar í Grenivíkurskóla.

11. Öldrunarsamningur. 
Lagðar fram tillögur að kostnaðarskiptingu milli Akureyrar og nágrannasveitarfélaganna vegna öldrunarsamnings.  Sveitarstjórn samþykkir kostnaðarskiptinguna með fyrirvara um að endurskoðað verði vægi frádráttar hjúkrunarrýma á Grenilundi.

12. Námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga. 
Er verið að tilkynna um námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga 26. maí nk.  Lagt fram.

13. Vatnsmál á íþróttavelli. 
Sveitarstjóra falið að vinna að lausn málsins.

14. Verkefni sumarsins. 
Farið yfir verkefnalista sumarsins.

15. Útboð á íþróttaaðstöðu. 
14. maí sl. voru opnuð tilboð í byggingu íþróttamiðstöðvar.  Fimm tilboð bárust og voru þau svohljóðandi:  Frá Hagleiksmönnum ehf. kr. 82.344.005,-, Friðjóni Halldórssyni kr. 97.244.329,-, Tosco kr. 90.362.315,-, Trégripi kr.87.140.945,- og Þ.J verktökum kr. 88.269.295,-.  Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 81.388.493,-.  Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarnefnd umboð til að ganga til samninga við þann aðila sem á hagstæðasta tilboðið að hennar mati.

16. Hagkvæmniathugun á hitaveitu í Grýtubakkahreppi. 
Skýrsla sem Verkfræðistofa Norðurlands gerði var rædd.  Skýrslan leiddi í ljós að sá kostur að koma upp varmadælu við holu í landi Grýtubakka telst vart fýsilegur.  Í framhaldinu hefur Norðurorka hafið könnun á því að flytja vatn frá Hjalteyri yfir fjörðinn.

17. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingu Eyjafjarðar nr. 61, 62 og 63. 
Lagt fram.

18. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Akureyri frá 4. febrúar 2004. 
Lagt fram.

19. Samningur við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars. 
Rætt um stöðu mála varðandi samninga Grýtubakkahrepps og Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars ehf. um byggingu leiguíbúða.  Lögfræðingur sveitarfélagsins hefur bent á nokkra kosti í stöðunni.  Samþykkt að fá lögfræðing sveitarfélagsins til að koma á fund sveitarstjórnar og fara yfir málið og mögulegar aðgerðir.

20. Önnur mál.
Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:50.