Sveitarstjórn

06.09.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 77.

Mánudaginn 6. september 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Þórður Stefánsson.  Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Vegur í Grenivíkurfjall. 
Samþykkt að veita leyfi fyrir vegagerð upp í Þverlág, að því tilskyldu að fjámögnun fáist fyrir verkinu.

2. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 12. maí 2004.
Sveitarstjórn samþykkir að taka 13 millj. kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga smb. síðustu fundargerð. Lánið er með 4,5% vöxtum og bundið vísitölu neysluverðs og til allt að 15 ára með gjalddaga einu sinni á ári.  Trygging fyrir láninu er í tekjum sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr, 73. gr sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og 13. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 35/1966.

3. Málefni Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars. 
Rætt um stöðu mála.

4. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 24. ágúst sl. 
Fundargerðin samþykkt.

5. Tilkynning til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta.
Úthlutunin er til minni byggðalaga, sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski.  Einnig til byggðalaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa.  Samþykkt að sækja um byggðakvóta.

6. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafj. frá 21. júlí og 17. ágúst sl.
Í 1. lið í fundargerð frá 17. ágúst sl. sækir Vilhjálmur Ísaksson Túngötu 20, Grenivík um leyfi til að byggja sólskála við íbúðarhús sitt.  Fundargerðirnar lagðar fram og liður 1. frá 17. ágúst samþykktur.

7. Bréf frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra frá 10. ágúst sl.
Þar er verið að minna á æfingartíma fyrir eldri borgara í íþróttasölum og sundlaugum.  Lagt fram. Verið er að vinna að því að bæta aðstöðu og aðgengi að íþróttamannvirkjum, sem mun ekki síst gagnast eldri borgurum.

8. Stjórnunarnám Eyþings og Símenntunar HA. 
Lagt fram.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssv.eystra frá 9. ágúst sl. 
Lagt fram.

10. Bréf frá Hafsteini Sigfússyni dags. 12.08.2004. 
Hafsteinn er að sækja um styrk vegna flutningastarfsemi sinnar fyrir árið 2004, kr. 35.000,- á mánuði.  Samþykkt.

11. Bréf frá Aflinu á Norðurlandi dags. 21. júlí 2004.
Aflið, sem er systursamtök stígamóta, er að sækja um styrk vegna starfsemi sinnar.  Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 15.000-.

12. Umsókn um viðbótarlán frá Margréti Jónsdóttur.
Hún er að kaupa Ægissíðu 17 á Grenivík. Samþykkt viðbótarlán allt að kr. 700.000,-.

13. Bréf frá Svæðisstjórn björgunarsveita við Eyjafjörð dags. 20. júlí 2004.
Er farið fram á leyfi til að setja upp VHF endurvarpa á fjallstindi ofan Látrastrandar. Samþykkt með þeim fyrirvara að haft verði samband við jarðeiganda viðkomandi jarðar.

14. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 21. júní og 27. ágúst sl. 
Lagðar fram.

15. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 30. júní sl. 
Lagt fram.

16. Bréf frá Tjörneshreppi dags. 20. júlí 2004.
Er verið að fara fram á samvinnu/viðræður við sveitarstjórn Grýtubakkahrepps um leiðir til að fá hnekkt ákvörðun Veiðimálastjóra við banni við netaveiði göngusilungs í sjó.  Samþykkt að taka þátt í viðræðum við sveitarfélög, sem að málinu koma og er sveitarstjóra falið umboð til að taka þátt í þeim viðræðum.

17. Bréf frá Útrás dags. 22. júní 2004.
Bréfið er smb. bókun frá sveitarstjórnarfundi 7. júní sl. lið 12.  Samþykkt að fara ekki í viðræður við Útrás, þar sem sveitarfélagið er þegar í samstarfi við Norðurorku.

18. Bréf frá Íshröngl ehf. dags. 20. júní 2004.
Í bréfinu er boðin aðstoð við að kanna möguleika á að reisa sorporkustöð á Grenivík.  Afgreiðslu frestað.

19. Heimild til að veita veitustofnunum Grýtubakkahrepps, eignarsjóði Grýtubakkahrepps og þjónustumiðstöð Grýtubakkahrepps lán úr aðalsjóði Grýtubakkahrepps. 
Samþykkt.

20. Umsögn Stefáns Skaftasonar og Ólafs Vagnssonar vegna malarnáms í Laufási dags. 20. ágúst 2004. 
Lagt fram.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

21. Erindi frá Eyjafjarðarsveit vegna breytinga á svæðisskipulagi dags. 24. og 25. ágúst 2004. 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingar á svæðisskipulagi, sem kynntar eru.

22. Kynning á framkvæmdum á Grenivíkurvegi. 
Lagt fram.

23. Hugrenningar í sumarlok.
Lagðar fram hugrenningar sveitarstjóra um ýmis verkefni sem vinna þarf að á næstu vikum.

24. Reiðvegur. 
Samþykkt að reiðvegur frá hesthúsabyggð, suður að Höfðavegi verði settur á aðalskipulag Grýtubakkahrepps þegar það verður unnið.

25. Samningur við Sesselju Bjarnadóttur. 
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samninginn fram til 1. maí 2005, þó þannig að 2. töluliður samningsins falli brott 1. okt. nk.

26. Önnur mál.
Engin

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.  19,30.

Jón Helgi Pétursson, fundarritari