- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 79.
Mánudaginn 4. okt. 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson. Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Bréf frá Hestaíþróttafélaginu Þráni dags. 29. september 2004.
Þórarinn Ingi Pétursson, Ingólfur Björnsson og Ingvar Ingvarsson komu á fundinn. Er erindið vegna reiðvega meðfram stofnbrautum sem liggja um sveitarfélagið. Sveitarstjóra falið að ræða við aðila hjá Vegagerðinni um möguleika til að fá fjármagn til að ljúka reiðveginum.
2. Bréf frá Þórsteini Jóhannessyni dags. 28.09.2004.
Þórsteinn er að óska eftir viðræðum við sveitarstjórn vegna kaupa á landi úr jörðinni Hvammi. Ákveðið að fela sveitarstjóra að vinna í málinu. Jenný vék af fundi undir þessum lið.
3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2004.
Farið yfir breytingarnar og ákvörðun frestað til næsta fundar.
4. Verkfall grunnskólakennara.
Farið yfir launamál kennara í Grenivíkurskóla.
5. Lóð Grenivíkurkirkju.
Samþykkt uppkast af lóð fyrir kirkjuna.
6. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 13. september 2004.
Bréfið er svar við bréfi Grýtubakkahrepps frá 8. júní sl. varðandi ályktun 65. fulltrúaráðsfundar Samb. Ísl. sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Lagt fram.
7. Leiga í líkamsræktarstöð.
Vegna þess að trúlega verður líkamsræktarstöðin lokuð um tíma eftir áramótin er ákveðið að bjóða upp á þriggja mánaða kort fyrir kr. 8.000,- í októbermánuði.
8. Umsókn um viðbótarlán frá Hreini Skúla Erhardssyni og Ericu Patriciu Rivera Rodriguez.
Afgreiðslu frestað vegna þess að tilskilin gögn vantaði.
9. Önnur mál.
Engin
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19,25.
Guðný Sverrisdóttir, fundarritari