- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 83
Mánudaginn 6. desember kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fjárhagsáætlun 2005.
Valdimar Víðisson skólastjóri, Fjóla Stefánsdóttir forstöðumaður Grenilundar og Regína Ómarsdóttir leikskólastjóri, komu á fundinn. Fjárhagsáætlunin rædd og seinni umræðu frestað til næsta fundar.
2. Kosning í félagsmála- og skólanefnd Grýtubakkahrepps í stað Sesselju Bjarnadóttur.
Samþykkt að kjósa Ástu Fönn Flosadóttur sem aðalmann í skólanefnd og Stephanie Lohmann, sem varamann í skólanefnd í stað Ástu. Samþykkt að kjósa Ragnheiði M. Harðardóttur sem aðalmann í félagsmálanefnd.
3. Beiðni frá Önnu Sverrisdóttur um skólavist í Grenivíkurskóla fyrir Sindra Otta Símonarson.
Beiðnin hjóðar upp á 2-3 vikur. Samþykkt.
4. Bréf frá Vigni Stefánssyni dags. 28.11.2004.
Vignir er að biðja um styrk að upphæð kr. 30.000,- til uppihalds á minkaveiðihundum sínum. Samþykkt.
5. Hafnarreglugerð fyrir Hafnasamlag Norðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir reglugerðina fyrir sitt leyti.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssv.eystra frá 8. nóvember sl. Lagt fram.
7. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 12. nóvember sl.
Lagt fram.
8. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 20. nóvember sl.
Samþykkt með fyrirvara um breytingar á fjárhagsáætlun.
9. Bréf frá Rögnvaldi Guðmundssyni dags. 23.11.2004.
Hann er að sækja um styrk að upphæð kr. 120.000,- til útgáfu sögukorts fyrir Norðurland eystra. Afgreiðslu frestað.
10. Fundargerð stjórnar búfjáreftirlits frá 10. nóvember sl.
Lagt fram.
11. Gjald fyrir losun á rotþróm.
Samþykkt gjaldskrá fyrir losun rotþróa:
Rotþrær minni en 3.000 lítra kr. 5.000- á ári
Rotþrær 3.000 lítra og stærri kr. 8.000- á ári
12. Önnur mál.
Engin.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:10.