Sveitarstjórn

24.01.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 87.

Mánudaginn 24. janúar 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2006-2008. Fyrri umræða
Fyrri umræðu lokið.

2. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 18. janúar 2005. 
Fundargerðin samþykkt.

3. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 12. janúar 2005. 
Er verið að kynna breytingu á Lánasjóðnum.  Lagt fram.

4. Bréf frá Grétari Guðmundssyni dags. 2. janúar 2005. 
Er hann að sækja um fyrir hönd föður síns, Guðmundar Jónssonar að tengja frárennsli Akurbakka við fráveitu Grenivíkur.  Samþykkt að gefa húseiganda kost á að tengja sig við fráveitu með tengingu við brunn sem staðsettur yrði við Hafnargötu.  Húseigandi beri kostnað við gerð lagnar frá brunni að húsi.  Gegn þessu fær húseigandi niðurfelld holræsagjöld næstu 5 árin.

5. Bréf frá Grétari Guðmundssyni, Sæmundi Guðmundssyni og Guðmundi Guðmundssyni dags. 2. janúar 2005. 
Eru þeir að sækja um að fá til leigu til langs tíma landspildu úr landi Grýtubakkahrepps.  Spildan er fyrir ofan erfðarfestuland Guðmundar Jónssonar, Akurbakka.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

6. Bréf frá Veraldarvinum dags. 11. janúar 2005. 
Þeir eru að leita eftir samstarfsaðilum til að taka á móti hópi erlendra sjálfboðaliða til að vinna að ýmsum náttúruverndarverkefnum.  Sveitarstjórn telur sig ekki í stakk búna til að fara í slíkt samstarfsverkefni á þessu ári.

7. Breyting á gjaldskrá fyrir þjónustumiðstöð frá 01.01.2005. 
Breytt gjaldskrá samþykkt með þeirri breytingu að liðurinnn um útleigu á dráttarvél án manns fellur burt.  Breytt gjaldskrá verður birt á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

8. Félagsleg heimaþjónusta í Grýtubakkahreppi.
a) Drög að reglum um félagslega heimaþjónustu í Grýtubakkahreppi
b) Drög að umsókn um heimaþjónustu
c) Drög að mati fyrir heimaþjónustu/þjónustumat
d) Drög að niðurstöðu þjónustumats 
Drögin samþykkt með smávægilegum breytingum.  Reglur og umsóknareyðublöð verða birt á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

9. Bréf frá "Ég er húsið mitt" dags. 19.01.2005.
Er verið að sækja um styrk til forvarna fyrir börn.   Erindinu hafnað.

10. Erindi frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar dags. 19. janúar 2005.
Erindið er vegna fjögurra nemenda úr Grýtubakkahreppi sem hafa sótt um skólavist í T.E.  Skólavist nemendanna samþykkt.

11. Sparkvöllur. 
Rætt um staðsetningu væntanlegs sparkvallar og hvernig staðið verði að framkvæmdum.  Samþykkt að skipa nefnd til ráðgjafar við framkvæmdina, sem skipuð yrði fulltrúa frá Íþróttafélaginu Magna, fulltrúa frá Foreldrafélagi Grenivíkurskóla og fulltrúa úr sveitarstjórn.  Samþykkt að sveitarstjóri beri mögulegar staðsetningar vallarins undir hagsmunaaðila.

12. Landbótaáætlun. 
Rætt um gerð landbóta- og landnýtingaráætlunar.  Samþykkt að skipa nefnd um gerð áætlunarinnar, sem skipuð yrði fulltrúa Landgræðslunnar, Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Fjárræktarfélags Grýtubakkahrepps, sveitarstjórnar og fjallskilastjóra.  Samþykkt að óska eftir tilefningu þessara aðila í nefndina.

13. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00.