Sveitarstjórn

21.03.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 91

 Mánudaginn 21. mars 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Benedikt Sveinsson og sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn í hans stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Erindisbréf fyrir sparkvallarnefnd. 
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir sparkvallarnefnd.  Drögin samþykkt með smávægilegum breytingum.

2. Staðardagskrá 21. 
Kynnt ráðstefna um Staðardagskrá 21 sem haldin verður í Kópavogi 29. apríl 2005 og farið yfir markmið og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Grýtubakkahreppi.

3. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 1. mars 2005.
Er bréfið vegna ábendingar um að efnistaka úr áreyrum Fnjóskár hafi valdið því að áin leiti úr farvegi sínum og flæði um gróið land sunnan Fnjóskár.  Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

4. Sýningin Norðurland 2005. 
Er verið að kynna sýninguna.  Samþykkt að hvetja aðila í sveitarfélaginu til að standa saman að kynningu á sýningunni.

5. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 8. mars 2005.
Er verið að kynna málþing um fljótandi skil leik- og grunnskóla.  Samþykkt að formenn skólanefndar Grenivíkurskóla og skólanefndar leikskóla sæki málþingið, ásamt skólastjórnendum, verði því við komið.

6. Ráðstefna um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga 1. apríl nk. 
Samþykkt að sveitarstjóri sæki ráðstefnuna.

7. Bréf frá kór Grenivíkurkirkju dags. 02.03.2005. 
Er verið að þakka fyrir fjárstuðning vegna Danmerkurferðar kórsins.  Lagt fram.

8. Bréf frá Eyþingi dags. 22. febrúar 2005.
Er verið að kynna greinargerð um gerð menningarsamnings ríkis og sveitarfélaga á svæði Eyþings.  Lagt fram.

9. Námskeið um skipulagsmál sveitarfélaga. 
Lagt fram.

10. Fasteignagjöld af Grund. 
Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála.

11. Íbúaþing. 
Samþykkt að halda íbúaþing 27. apríl nk.  Málefni fundarins verða tillögur að sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu, kynning á ársreikningi fyrir árið 2004, fjárhagsáætlun 2005, þriggja ára áætlun 2006-2008 og hraðatakmarkanir í þéttbýli.

12. Gjaldskrár. 
Rætt um gjaldskrár.  Samþykkt að gjaldskrá fyrir vigtun afla verði eftirfarandi frá og með 1. apríl 2005:
* Til kl. 17:00 á virkum dögum er greitt kr. 870-.
* Frá kl. 17:00 til 19:00 á virkum dögum er greitt kr. 3.000-.
* Á öðrum tíma er greitt kr. 13.800- fyrir löndun.
 
13. Önnur mál.
* Rætt um leikvöll við Túngötu og úrbætur á honum.  Samþykkt að sveitarstjóri boði til fundar með áhugafólki um leikvöllinn.

  Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
  Fundi slitið kl. 19:00.