Sveitarstjórn

04.04.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 92

Mánudaginn 4. apríl kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Jenný mætti á fundinn þegar liðurinn "önnur mál" var ræddur.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2004, fyrri umræða.  
Fyrri umræðu lokið.

2. Tilboð í slátt á opnum svæðum á Grenivík. 
Farið yfir fyrirkomulag á slætti opinna svæði á komandi sumri.

3. Fasteignagjöld af Grund. 
Fært í trúnaðarbók.

4. Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðar frá 15. mars sl. 
Lagt fram.

5. Heilbrigðiseftirlit Norðurl. eystra
a) Fundargerð frá 14. mars sl.
b) Endanleg kostnaðarskipting 2004
c) Samanburður á rauntölum og áætlun 2004
d) Rekstur samanborið við fjárhagsáætlun
e) Ársreikningur 2004
Lagt fram.

6. Bréf frá Fornleifastofnun Norðurlands dags. 10. feb. 2005. 
Er stofnunin að bjóða upp á að skrá fornminjar í Grýtubakkahreppi.  Lagt fram.

7. Grenivíkurfjall. 
Sveitarstjóri skýrði frá stöðu mála varðandi veglagningu í Grenivíkurfjalli.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna að stofnun félags um gerð vegar í Grenivíkurfjalli, með það að markmiði að efla svæðið sem útivistarsvæði jafnt sumar sem vetur.

8. Laun forstöðumanns á Grenilundi. 
Rætt um laun forstöðumanns á Grenilundi.

9. Bréf frá umhverfisráðuneyti dags. 23. mars 2005. 
Er verið að minna á Dag umhverfisins 25. apríl nk.  Lagt fram.

10. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:55.