- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 94.
Mánudaginn 2. maí 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að Jóhanni Ingólfssyni undanskyldum, en hann boðaði forföll á síðustu stundu og ekki náðist að boða varamann. Fundurinn hófst kl. 17,00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. apríl 2005.
Er verið að tilkynna um 400 þús. kr. styrk úr Landbótasjóði til uppgræðslu á afréttum Grýtubakkahrepps. Samþykkt að leita eftir áliti landnýtingarnefndar varðandi hvar verður ráðist í landbætur í sumar.
2. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni dags. 5. mars 2005.
Hann er að leita eftir samþykki Grýtubakkahrepps til að stunda vetrarveiði á ref. Erindið samþykkt með fyrirvara um að samþykki hlutaðeigandi landeigenda liggi fyrir.
3. Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðar dags. 19. apríl 2005.
Lagt fram.
4. Aðalfundur Hafnarsamlags Norðurlands 18. maí nk.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði fyrir hönd Grýtubakkahrepps á fundinum.
5. Bréf frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Er verið að sækja um styrk vegna starfsemi 2005. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 15.000-.
6. Bréf frá Sýslumanni á Akureyri dags. 26. apríl 2005.
Er verið að leita eftir umsögn vegna umsóknar Gísla G. Oddgeirssonar vegna Miðgarða á Grenivík. Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við umsóknina.
7. Gögn frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar
a) Fundargerðir Héraðsráðs frá 2. mars og 7. apríl 2005
b) Fundargerðir Sorpeyðingar Eyjafjarðar frá 16. febrúar og 23. febrúar 2005
c) Fundargerðir Mynjasafnsins á Akureyri frá 17. desember 2003 og 4. febrúar 2004.
Lagt fram.
8. Aðalfundur Tækifæris hf. 4. maí 2005.
Samþykkt að Jón Helgi fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
9. Lýðheilsustöð.
Skólastjóri hefur tilkynnt að grunnskólinn verði aðili að verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir þátttökuna með þeim fyrirvara að ekki verði um sérstaka fjárveitingu að ræða til verkefnisins. Sveitarstjóra falið að hafa samband við aðra aðila á vegum sveitarfélagsins, sem lýst hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.
10. Landbóta- og landnýtingaráætlun 2005 - 2010.
Lögð fram drög að landbóta- og landnýtingaráætlun 2005-2010 vegna afrétta í Grýtubakkahreppi. Samþykkt að senda drögin, með smávægilegum breytingum, til sauðfjárbænda og landeigenda til umsagnar. Frestur til að gera athugasemdir skal gefinn til 31. maí.
11. Grenilundur - Samantekt fyrir árið 2004.
Skýrslan lögð fram. Sveitarstjórn þakkar framtakið sem sýnt er með gerð skýrslunnar og telur upplýsingagildi hennar afar mikilvægt.
12. Látrarstrandarvegur.
Fyrir liggur að gera þarf úrbætur á Látrastrandarvegi norðan við Sker. Samþykkt að sækja um fjármagn úr styrkvegasjóði til verksins.
13. Önnur mál.
Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf. verður haldinn 12. maí nk. Sveitarstjóra falið að fara með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.