Sveitarstjórn

19.09.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 101

Mánudaginn 19. september 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson.  Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar;

1. Bréf frá Birgi Péturssyni dagsett 3. júlí 2005.
 
Er hann að fara fram á að fá að reisa sumarbústað í landi Sunnuhvols.  Samþykkt að úthluta Birgi lóð á umræddu svæði með fyrirvara um endanlegt skipulag svæðisins.

2. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2005. 
Er verið að tilkynna að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verði haldin 10. og 11. nóvember nk.  Lagt fram.

3. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett 5. september 2005. 
Er verið að bjóða upp á fundi með nefndinni.  Lagt fram.

4. Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018. 
Er verið að tilkynna um breytingu á svæðisskipulagi í landi Hrísa í Eyjafjarðarsveit.  Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við breytingarnar.

5. Bréf frá Þuríði Guðmundsdóttur dagsett 5. september 2005.
Er bréfið í framhaldi af bréfi sem tekið var fyrir 4. júlí sl., liður 5.  Afgreiðslu frestað.

6. Gögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
a. Fundargerðir frá 23. ágúst og 5. september 2005.
b. Fjárhagsáætlun 2006.
Lagt fram.

7. Lóð að Sunnuhvoli í Grýtubakkahreppi. 
Er verið að veita Erlu Friðbjörnsdóttur, Jóni Friðbjörnssyni, Brynhildi Friðbjörnsdóttur, Hólmfríði Friðbjörnsdóttur og Ólínu Friðbjörnsdóttur leigulóð undir gripahús að Sunnuhvoli smb. tillögu frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.  Samþykkt.  Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

8. Bréf frá Jakobi Þórðarsyni, Þórði Jakobssyni, Elínu Jakobsdóttur og Sigurbirni Þór Jakobssyni, dagsett 12. september 2005.
Gera þau kauptilboð í spildu úr landi jarðanna Hvamms og Árbæjar.  Þar sem tilboðið samrýmist ekki verðhugmyndum sveitarstjórnar er því hafnað.  Þórður vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

9. Bréf frá Þórði Stefánssyni og Margréti Hildi Kristinsdóttur dagsett 16. september 2005.
Eru þau að sækja um leyfi til að byggja 7,2 fermetra garðhús á lóðinni við íbúðarhús sitt að Túngötu 28 á Grenivík.  Samþykkt að veita leyfið, enda liggur fyrir samþykki næstu nágranna.  Þórður vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

10.  Önnur mál.
Húsvörður Grenivíkurskóla og íþróttamiðstövar mætti á fundinn og fór yfir starf komandi vetrar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.