- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 103
Mánudaginn 17. okt. 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Benedikt Sveinsson en í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn. Fundurinn hófst kl. 17,00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Kjartan Lárusson frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi kom á fundinn.
Kjartan kynnti starfsemi MFN og í framhaldinu var rætt um ferðamál í Grýtubakkahreppi.
2. Leikskólagjöld.
Sveitarstjóri kynnti samanburð á leikskólagjöldum Grýtubakkahrepps og Akureyrarbæjar. Samþykkt að leita umsagnar skólanefdar leikskóla varðandi samanburðinn.
3. Endurskoðun á fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2005.
Rætt um endurskoðun fjárhagsáætlunar. Afgreiðslu frestað.
4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 10. október 2005.
Lagt fram.
5. Tilboð frá Þórði Jakobssyni, Elínu Jakobsdóttur og Sigurbirni Jakobssyni dags. 9. október 2005.
Eru þau að gera kauptilboð í landspildu úr landi Hvamms og Árbæjar. Samþykkt að leita eftir tilboðum í umrædda spildu, að undanskilinni malargryfju, þar sem Grýtubakkahreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum, fáist ekki ásættanlegt verð. Jafnframt er sveitarstjóra falið að benda ofangreindum tilboðsgjöfum á að þeir geti skilað inn tilboði í kjölfar auglýsingar þar um. Þórður Stefánsson vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
6. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 5. október 2005.
Í bréfinu kemur fram að vegur upp í Grenivíkurfjall skuli ekki háður mati á umhverfisáhrifum. Samþykkt að veita leyfi fyrir framkvæmdinni með fyrirvara um samþykki skipulagsstofnunar.
7. Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember nk.
Lagt fram bréf þar sem er verið að minna á daginn.
8. Umsókn frá Kristni Erni Jónssyni og Gísleyju Þorláksdóttur.
Eru þau að sækja um lóð á fyrirhugaðri frístundabyggð við Grenivík. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið er frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið. Guðný og Jóhann véku af fundi meðan þessi liður var ræddur.
9. Bréf frá Sýslumanninum á Akureyri dags. 26. apríl 2005.
Er verið að fara fram á umsögn vegna umsóknar Gísla Gunnars Oddgeirssonar f.h. Miðgarða ehf. vegna leyfis til rekstrar á gistiheimili, krá, kaffihúsi og veitingarstofu að Miðgörðum 4 á Grenivík. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt erindið og vísar erindinu til slökkviliðsstjóra.
10. Bréf frá Hafsteini Sigfússyni dags. 3. október 2005.
Er hann að sækja um styrk vegna flutningastarfsemi sinnar. Við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir styrk að upphæð kr. 30.000- á mánuði og er því samþykkt að veita styrk sem nemur þeirri upphæð.
11. Stöðuúttekt á íþróttamiðstöðinni á Grenivík frá 10. okt. 2005.
Bréfið er undirritað af Jósavin Gunnarssyni byggingarfulltrúa og Magnúsi Arnarsyni hjá eldvarnareftirliti. Lagt fram.
12. Verkefni Lýðheilsustöðvar.
Sveitarstjóri skýrði frá undirbúningi fyrir verkefni Lýðheilsustöðvar. Samþykkt að skipa sveitarstjóra í stýrihóp fyrir verkefnið af hálfu sveitarstjórnar.
13. Reykjaveita.
Rætt um samstarf við Þingeyjarsveit og Norðurorku hf. um möguleika á Reykjaveitu.
14. Kynningarfundur Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins 20. október nk.
Kynningargögn fyrir fundinn lögð fram.
15. Bréf frá Guðbergi Eyjólfssyni og Birnu Kristínu Friðriksdóttur dags. 14. október 2005.
Eru þau að sækja um leyfi til að byggja 4 herbergja gistiheilili að Hléskógum. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.
16. Önnur mál.
Engin.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:25.