Sveitarstjórn

30.12.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 107

Föstudaginn 30. desember 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 18,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá Sænesi ehf. dags. 30. des. 2005. 

Í bréfinu kemur fram að Sparisjóður Höfðhverfinga er að selja hlut sinn í Sænesi ehf. 11,5% hlut að nafnvirði kr. 4.815.002,-.  Ákveðið að Grýtubakkahreppur nýti ekki forkaupsrétt af bréfunum.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18.10.

Guðný Sverrisdóttir, fundarritari