- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 108
Mánudaginn 9. janúar 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17,00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Brunavarnaáætlun Grýtubakkahrepps.
Slökkviliðsstjóri kom á fundinn og fór yfir áætlunina. Rædd voru einstök atriði áætlunarinnar, sem og forgangsröðun verkefna. Samþykkt að slökkviliðsstjóri ljúki frágangi skýrslunnar en fjárveitingar tengdar því er fram kemur í skýrslunni verða ræddar í tengslum við þriggja ára áætlun.
2. Reykjaveita.
Lögð fram viðhorfskönnun um hitaveitu í Grýtubakkahreppi. 75 svör bárust fyrir utan fasteignir Grýtubakkahrepps. Niðurstöður könnunarinnar gefa vísbendingu um að mikill vilji sé til að unnið sé áfram að því að fá hitaveitu í hreppnum. Sveitarstjórn samþykkir að gengið skuli til viðræðna við Norðurorku um lagningu Reykjaveitu.
3. Bréf frá Birgi Péturssyni frá 27.12.2005.
Bréfið er vegna breytinga á sumarbústaðarlóð á Sunnuhvoli. Þegar hefur verið unnin tillaga að breytingum á umræddri lóð, þar sem orðið er við óskum Birgis og er sveitarstjórn hlynnt þeim breytingum.
4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 12. des.2005.
Fundargerðin lög fram.
5. Frístundabyggð - umsóknir.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í umsóknir Arne Vagns Olsen og Sævars Helgasonar um lóðir í frístundabyggð en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið.
6. Ferðamál.
Rætt um að koma á fót vinnuhópi eða nefnd sem fengi það hlutverk að koma með tillögur um hvernig stuðla megi að aukinni ferðamennsku í sveitarfélaginu.
7. Umsókn um skólavist fyrir Kamillu Rós Guðnadóttur fyrir skólaárið 2005 - 2006.
Samþykkt.
8. Þriggja ára áætlun - fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.
9. Önnur mál.
Engin.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45.