Sveitarstjórn

23.01.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 109

Mánudaginn 23. janúar 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Þriggja ára áætlun samstæðu 2007-2009, seinni umræða.

Í þús kr.                     2007  2008     2009
Rekstrarniðurst.   -2.774  -2.774  -2.774
Fjárfestingar.       13.000  13.000  13.000
Handbært fé í árslok.  2.783  2.783  2.783

2) Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar (T.E.).
(a) Fundargerð 79. fundar T.E. frá 10. janúar 2006.
(b) Skipting áætlaðs launakostnaðar fyrir vorönn 2006.
Lagt fram og skipting áætlaðs launakostnaðar samþykkt.

3) Drög að erindisbréfi ferðamálanefndar. 
Lögð fram drög að erindisbréfi ferðamálanefndar.  Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að hlutverk nefndarinnar verði eftirfarandi:
(1) Gera tillögur um hvernig efla megi ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
(2) Gera tillögur um endurbætur á skýlum Grýtubakkahrepps.
(3) Gera tillögur um merkingu eyðibýla í Grýtubakkahreppi.
(4) Gera tillögur um endurbætur á tjaldstæði Grýtubakkahrepps.
(5) Gera tillögur um fjármögnun á þeim verkefnum sem eru utan fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps.
(6) Nefndin skilar tillögunum til sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps fyrir 15. mars n.k.
Drögin samþykkt og samþykkt að skipa Heimi Ásgeirsson (formann nefndarinnar), Sigurbjörn Höskuldsson og Gísla Gunnar Oddgeirsson í nefndina.

4) Frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
(a) Bréf dags. 10. janúar 2006.
(b) Fundargerð 87. fundar frá 9. janúar 2006.
Lagt fram.

5) Umsókn um lóð fyrir orlofshús frá Alfreð Pálssyni dags. 12. janúar 2006. 
Sveitarstjórn tekur jákvætt í að úthluta Alfreð lóð skv. beiðni, en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið. 

6) Frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar - ýmsar fundargerðir.
(a) 39. fundur Hérðaðsnefndar Eyjafjarðar frá 30. nóv. 2005.
(b) 214. fundur Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 16. nóv. 2005.
(c) 215. fundur Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 15. des. 2005.
(d) Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Ak. frá 6. júní 2005.
(e) Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Ak. frá 7. sept.2005.
(f) Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Ak. frá 14. sept. 2005.
(g) Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Ak. frá 19. sept. 2005.
(h) Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Ak. frá 2. nóv. 2005.
(i) Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Ak. frá 7. des. 2005.
Lagt fram.

7) Bréf frá Birni Snæbjörnssyni f.h. Einingar-Iðju dags. 9. janúar 2006. 
Í bréfinu óskar Björn eftir fundi með sveitarstjórn til að ræða viðbrögð við nýgerðum kjarasamningi Eflingar og Reykjavíkurborgar.  Samþykkt að benda Birni á að beina erindi sínu til Launanefndar sveitarfélaga, en nefndin fer með samningsumboð fyrir Grýtubakkahrepp varðandi samninga við Einingu-Iðju.  

8) Til kynningar fyrir sveitarstjórnir í Eyþingi dags. 3. janúar 2006. 
Um er að ræða kynningarefni frá orku- og stóriðjunefnd.  Lagt fram.

9) Samningsumboð til Launanefndar sveitarfélaga vegna Útgarðs. 
Samþykkt að veita Launanefnd sveitarfélaga umboð til gerðar kjarasamninga við stéttarfélagið Útgarð.

10) Hugrenningar sveitarstjóra. 
Rætt um framkvæmdir sumarsins, frístundabyggð, gæðastýringu í sauðfjárrækt, ADSL væðingu, Kaldbaksveg og húsnæðismál.

11) Frístundabyggð. 
Lagður fram uppdráttur að fyrirhugaðri frístundabyggð.  Uppdrátturinn gerir ráð fyrir 19 lóðum.  Samþykkt að gera breytingar á uppdrættinum er varða vegarstæði og stækkun byggingarreita.  Drög að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina samþykkt er byggja á uppdrættinum að teknu tilliti til breytinga.

12) Bréf frá Ernst Ingólfssyni dags. 19.01.2006. 
Í bréfinu er Ernst að óska eftir kaupum á landspildu í kringum bæinn Dal.  Sveitarstjóra falið að ræða við Ernst um útfærslu á umræddri landspildu og möguleg kaup.

13) Tölvupóstur frá Bjarna Hjarðar dags. 18. janúar 2006. 
Í póstinum er Bjarni að óska eftir sumarhúsalóð. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að úthluta Bjarna lóð skv. beiðni, en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið. 

14) Tölvupóstur frá Jónasi Steingrímssyni f.h. Borgarsigs ehf. dags. 18. janúar 2006. 
Í póstinum er Jónas að óska eftir tveimur sumarhúsalóðum.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í að úthluta Borgarsig ehf. annarri lóðinni sem sótt er um, en þegar hefur öðrum aðila verið gefið vilyrði fyrir hinni lóðinni.  Endanlegri afgreiðslu er frestað þar til skipulagsvinnu er lokið.

15) Bréf frá Hornsteinum arkitektum ehf. dags. 18. janúar 2006. 
Þar er verið að óska eftir ábendingum varðandi aðalskipulag fyrir Þingeyjarsveit.  Sveitarstjórn hefur engar ábendingar þar um að svo stöddu.

16) Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40.