- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 112
Mánudaginn 20. mars 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson. Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1) Sigurbjörn Höskuldsson kom á fundinn.
Erindi hans var að fjalla um lokun fyrir umferð um Grenivíkurfjall en ekki hefur verið leyfð umferð snjósleða eða snjótroðara um fjallið að undanförnu vegna snjóleysis. Rætt var um möguleika sem orðið gætu til þess að hægt sé að hafa lengur opið fyrir ferðir með snjótroðara og var sveitarstjóra falið að kanna þá kosti nánar.
2) Frístundabyggð.
Farið yfir breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar ofan Grenivíkur. Samþykkt að gera breytingar þar sem svæði fyrir frístundabyggðina er stækkað.
3) Umsókn um frístundalóð frá Gesti Davíðssyni og Svövu Daðadóttur dags. 20. febrúar 2006.
Eru þau að sækja um lóð nr. 4 á auglýstu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að úthluta umsækjendum lóð skv. beiðni, en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið.
4) Umsókn um frístundalóð frá Lísbeti Davíðsdóttur og Snorra Kristinssyni frá 25. febrúar 2006.
Eru þau að sækja um lóð nr. 6 á auglýstu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að úthluta umsækjendum lóð skv. beiðni, en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið.
5) Bréf frá Eyjafjarðarsveit dags. 16. febrúar 2006.
Bréfið fjallar um aukin umsvif byggingarfulltrúaembættisins og hugsanlega ráðningu á sameiginlegum skipulagsfulltrúa. Lagt fram.
6) Bréf frá Hestaíþróttafélaginu Þráni dags. 20. febrúar 2006.
Er verið að fara fram á að skipulagsvinna við reiðveg frá hesthúsabyggð norður á Skælu verði hafin sem fyrst. Einnig er farið fram á að vegurinn verði settur inn á næstu fjárhagsáætlun. Sveitarstjóra falið að afla gagna svo vinna megi áfram að málinu.
7) Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dags. 16. febrúar 2006.
Í bréfinu er verið að óska eftir upplýsingum um íþróttastarf fyrir eldri borgara. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
8) Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 22. febrúar 2006.
Lagt fram bráðabirgðahættumat vegna frístundahúss í landi Grundar í Grýtubakkahreppi. Að mati Veðurstofunnar útilokar matið nýtingu svæðisins til byggingar heilsársfrístundahúsa. Í ljósi niðurstöðu Veðurstofunnar, sér sveitarstjórn sér ekki fært að veita leyfi til byggingar heilsárshúss á umræddu svæði.
9) Bréf frá skólastjóra Grenivíkurskóla dags. 21. febrúar 2006.
Bréfið er vegna niðurfellingar á gjaldi fyrir mötuneyti hjá kennurum í Grenivíkurskóla. Afgreiðslu frestað.
10) Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. mars 2006.
Er Landgræðslan að fara fram á styrk vegna verkefnisins Bændur græða landið. Erindinu hafnað.
11) Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 2. mars 2006.
Í bréfinu afturkallar Skipulagsstofnun leyfi til byggingar frístundarhúss í landi Grundar, sem veitt var í nóvember 2005. Ástæða afturköllunarinnar er bráðabirgðahættumat Verðurstofu Íslands varðandi snjóflóðahættu á umræddu svæði. Bréfið lagt fram og vísað á 8. tl. varðandi afgreiðslu.
12) Bréf frá slökkviliðsstjóra Grýtubakkahrepps dags. 6. mars 2006.
Bréfið er vegna burðarþols í gólfplötu á slökkvistöð. Sveitarstjóra falið að vinna að málunum og kanna kosti á úrbótum.
13) Fundargerðir Eyþings.
a) Fundargerð stjórnar Eyþings með þingmönnum Norðausturkjördæmis, frá 16. janúar 2006.
b) Fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. febrúar 2006. Lagt fram.
14) Aðstaða við tjaldsvæði.
Rætt um möguleika á að bæta aðstöðu við tjaldstæði. Samþykkt að fresta ákvörðun um framkvæmdir.
15) Húsnæðismál.
Rætt um stöðu í húsnæðismálum. Sveitarstjóra falið að kanna þá kosti sem eru í stöðunni fyrir næsta fund.
16) Tölvupóstur frá Erlendi Bogasyni dags. 16. mars 2006.
Er hann að fara fram á styrk til hreinsunar á strýtum við Ystuvíkurhóla. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000-.
17) Reykjaveita.
Farið var yfir niðurstöðu könnunar meðal íbúa á áhuga á því að tengjast hitaveitu. Samkvæmt könnuninni er ljóst að mikill áhugi er fyrir hendi og því allar forsendur til að vinna málið áfram.
18) Önnur mál.
Engin.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 20:15