- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 113
Mánudaginn 3. apríl 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17,00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Nefnd um ferðamál kom á fundinn en hana skipa Heimir Ásgeirsson, Sigurbjörn Höskuldsson og Björn Ingólfsson, sem starfar með nefndinni. Fundargerðir nefndarinnar frá 20. febrúar 2006 og 22. mars 2006 voru lagðar fram.
Rætt var vítt og breytt um mál tengd ferðaþjónustu í Grýtubakkahreppi, t.d. um merkingu eyðibýla, samstarf ferðaþjónustuaðila, endurbætur á skýlum og þríþrautarkeppni í Kaldbaksgöngu, golfi og knattspyrnu. Einnig var rætt um leiðir til að halda áfram því starfi sem nefndin hefur hafið.
2. Bréf frá skólastjóra Grenivíkurskóla vegna mötuneytis kennara, smb. 9. lið í síðustu fundargerð.
Bréfið er vegna niðurfellingar á gjaldi fyrir mötuneyti hjá kennurum Grenivíkurskóla. Samþykkt að verða við því að kennarar greiði ekki fæðiskostnað í mötuneyti Grenivíkurskóla, gegn því að kennarar sinni gæslu og aðstoði nemendur í matmálstímum.
3. Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla frá 28. mars 2006.
Fundargerðin samþykkt.
4. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 28. mars 2006.
Fundargerðin samþykkt.
5. Fundargerð félagsmálanefndar Grýtubakkahrepps frá 13. febrúar 2006.
Fundargerðin samþykkt. Í 3. tl. beinir nefndin því til sveitarstjórnar að hún álykti um reglur um útivistartíma barna í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn samþykkir að reglurnar skuli samræmdar við gildandi lög um þennan málaflokk. Fundargerðin samþykkt.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 13. mars 2006.
Lögð fram.
7. Bréf frá Kára Kárasyni dags. 17. febrúar 2006. Efni bréfs: Tilboð í hlut Grýtubakkahrepps í Svínárnesi. Afstaða sveitarstjórnar er að hlutur Grýtubakkahrepps í Svínárnesi sé ekki til sölu að svo stöddu og hafnar því tilboðinu.
8. Landbótaáætlun.
Óskað var eftir athugasemdum við drög að landbótaáætlun og barst m.a. athugasemd frá Örlygi H. Jónssyni, f.h. Sveins Jóhannessonar, með bréfi dags. 23. maí 2005. Vegna þeirrar athugasemdar var leitað eftir áliti Ólafs R. Dýrmundssonar, hjá Bændasamtökum Íslands. Álit Ólafs hefur nú borist og er sveitarstjóra falið að svara bréfi Örlygs.
9. Sala landskika úr Hvammslandi.
Sveitarstjórn samþykkir að selja ekki umræddan landskika úr Hvammslandi að svo stöddu.
10. Húsaleiga á leiguíbúðum Grýtubakkahrepps.
Samþykkt að hækka húsaleigu leiguíbúða Grýtubakkahrepps um 10% frá og með 1. nóvember 2006.
11. Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir fyrir sitt leyti eftirfarandi breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018. Svæði fyrir frístundabyggð í landi Sunnuhvols, Dals og Grenivíkur í Grýtubakkahreppi. Svæðið er 24 ha á stærð og nær landnotkunarbreyting til þess svæðis í heild. Af þessu svæði hefur verið gert deiliskipulag af um 14 ha lands. Á hinu deiliskipulagða svæði er eitt frístundahús fyrir og áætlað er að lóðir þar verði samtals 20 talsins.
12. Fundargerðir þróunarverkefnis Lýðheilsustöðvar og Grýtubakkahrepps frá 20.10.2005, 28.11.2005, 05.01.2006 og 27.03.2006.
Fundargerðirnar samþykktar.
13. Brunamál.
Rætt um brunavarnir í sveitarfélaginu.
14. Bréf frá Flosa Kristinssyni, Þórdísi Þórhallsdóttur, Þorkeli Pálssyni og Ástu Flosadóttur dags. 18. mars 2006.
Bréfið er athugasemd vegna grenndarkynningar þar sem undirrituðum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við staðsetningu fyrirhugaðrar heyhlöðu í landi Höfða II. Á grundvelli þeirra athugasemda sem sveitarstjórn hefur borist varðandi staðsetningu fyrirhugaðrar heyhlöðu hafnar sveitarstjórn erindi Kristins Ásmundssonar, sbr. 12. tl. í 111. fundargerð fundar sveitarstjórnar frá 20. febrúar 2006, þar sem óskað er eftir leyfi til byggingarinnar.
15. Önnur mál.
Rætt um að auglýsa lausar byggingalóðir og er sveitarstjóra falið að auglýsa þær lóðir, sem búið er að skipuleggja.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:45.