- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 116
Mánudaginn 22. maí 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að Jóhanni Ingólfssyni undanskildum, en hann boðaði forföll á síðustu stundu og ekki náðist að boða varamann.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Grýtubakkahrepps.
Endanleg útgáfa af brunavarnaráætlun samþykkt.
2. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf. 2. júní nk.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
3. Reykjaveita.
Sveitarstjóri skýrði frá stöðu mála varðandi Reykjaveitu.
4. Fundargerð leikskólanefndar frá 17. maí 2006.
Fundargerðin samþykkt. Sveitarstjóra falið að kanna leiðir til að koma á einskonar "dagmömmudeild" í Krummaseli.
5. Umsókn um stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Krummafæti.
Sonja Kro var eini umsækjandinn en starfið var auglýst til eins árs. Leikskólanefnd mælir með að ráða Sonju. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningu Sonju í starf leikskólastjóra til eins árs meðan Regína Ómarsdóttir er í leyfi.
6. Tölvupóstur frá Hólmfríði Árnadóttur dags. 5. maí sl., varðar námsleyfisumsókn.
Hólmfríður dregur námsleyfisumsókn sína til baka. Sveitarstjórn samþykkir afturköllun Hólmfríðar um námsleyfi. Jenný vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
7. Frístundabyggðin Sunnuhlíð
a. Deiliskipulag fyrir frístundabyggðina Sunnuhlíð.
Deiliskipulagið samþykkt með þeim breytingum að hámarksstærð húsa sem heimilt er að byggja má vera allt að 110 m2 og að breidd húsa skuli ekki vera meiri en 6 metrar, nema að landhalli bjóði upp á breiðara hús, en þó aldrei breiðari en 8 metrar. Einnig getur þurft að hnika til einstaka byggingareitum vegna fornleifa.
b. Drög að lóðaleigusamningi fyrir Sunnuhlíð.
Drögin samþykkt með smávægilegum breytingum.
c. Kostnaðaráætlun fyrir frístundabyggð.
Lögð fram kostnaðaráætlun.
d. Úttekt á fornleifum.
Búið er að gera úttekt á fornleifum á landi sem fer undir frístundabyggð. Fimm fornleifar voru skráðar á svæðinu, en meðal þeirra eru rústir sem ekki er talið víst að séu fornleifar. Í einhverjum tilfellum getur þurft að hnika byggingarreitum vegna þessara fornleifa.
8. Bréf frá Arnari Sigfússyni dags. 16. maí 2006, varðar umsókn um leyfi til hlöðubyggingar í Höfða II, sbr lið 6 í fundargerð frá 25. apríl sl.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hafnar byggingu heyhlöðu (flatgryfju til vorheysverkunar) að Höfða II, þar sem veruleg sjónmengun verður af svo stórri byggingu fyrir ábúendur að Höfða I. Einnig bendir sveitarstjórn Grýtubakkahrepps á að af slíkri starfsemi sem votheysverkun verður óneitanlega alltaf einhver lyktarmengun. Beinir því sveitarstjórn Grýtubakkahrepps því til umsækjenda að hann leitist við að finna annan stað á jörð sinni fyrir flatgryfju til votheysverkunar.
9. Bréf frá Benedikt Sveinssyni og Kristínu B. Sigurðardóttur dags. 14. maí 2006. Efni bréfs: Umsókn um leyfi til að útbúa tjaldstæði og til byggingar þjónustuhúss. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar. Benedikt vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
10. Fundargerð 91. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 8. maí 2006.
Lagt fram.
11. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 9. maí 2006.
a) Í lið 1 er Grýtubakkahreppur að sækja um leyfi til að breyta innra skipulagi og flóttaleið á 1. hæð í Grenivíkurskóla.
b) Í lið 2 er Flosi Kristinsson að sækja um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhús sitt í Höfða 1.
c) Í lið 3 er Minjasafnið á Akureyri að sækja um leyfi til að byggja við þjónustuhús að Laufási.
Fundargerðin lögð fram og ofangreindir liðir samþykkir. 2. tl. er samþykktur með fyrirvara um að sveitarstjóri kanni hvort viðkomandi bygging þurfi í grenndarkynningu áður en hún hlýtur endanlegt samþykki.
12. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 8. maí 2006. Efni bréfs: Eftirlit með framkvæmd landbóta- og landnýtingaráætlunar fyrir afrétti og upprekstrarheimalönd.
Samþykkt að senda öllum, sem halda búfénað (þ.m.t. hross) í sveitarfélaginu, afrit af bréfinu, þar sem minnt er á að farið sé eftir þeim reglum sem settar hafa verið um upprekstrartíma á afrétt og heimalönd.
13. Gjaldskrá fyrir útselda vinna hjá Grýtubakkahreppi.
Samþykkt að hækka útselda vélavinnu frá áhaldahúsi um 25% og útselda dagvinnu starfsmanna áhaldahúss um 22,5% frá og með 1. júní 2006.
14. Bréf frá ÍSÍ dags. 5. maí 2006, varðar samþykktir 68. Íþróttaþings ÍSÍ.
Lagt fram.
15. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 9. maí 2006.
Fundargerðin samþykkt.
16. Tölvupóstur frá Jónasi Steingrímssyni dags. 8. maí 2006 varðar frístundabyggðina Sunnuhlíð.
Er hann að sækja um lóðir nr. 9 og 15 í Sunnuhlíð fyrir hönd Stefáns Jóhannessonar, Aðalstræti 30, Akureyri. Sveitarstjórn tekur jákvætt í umsóknina en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið.
17. Fundargerð 170. fundar stjórnar Eyþings frá 24. apríl 2006.
Lagt fram.
18. Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006.
Fyrirliggjandi kjörskrá samþykkt.
19. Bréf frá Eyjafjarðarsveit dags. 16. maí 2006 varðar Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018. Sveitarstjóra er falið að fara með umboð Grýtubakkahrepps á fundi sem boðaður hafi verið vegna skipulagsins 24. maí nk.
20. Reglur fyrir leigu á íþróttahúsi og samkomuaðstöðu Grýtubakkahrepps.
Reglur um leigu á íþróttahúsi og samkomuaðstöðu samþykktar.
21. Bréf frá Jóhanni Stefánssyni og Anítu Lind Björnsdóttir, dags. 19. maí 2006.
Í bréfinu eru Jóhann og Aníta að óska eftir byggingarlóð sunnan Ægissíðu, milli iðnaðarhúsnæðis Stuðlabergs ehf. og varaaflsstöðvar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið, en einbýlishúsalóðir hafa ekki verið skipulagðar á þessu svæði.
22. Bréf frá Kára Kárasyni dags. 18. maí 2006.
Í bréfinu er Kári að fara fram á að jörðinni Svínárnesi verði skipt, en hún er sameiginleg eign Kára og Grýtubakkahrepps, enda hafi Grýtubakkahreppur áður hafnað kauptilboði hans í eignarhluta hreppsins. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til að skipta jörðinni og gerir það að tillögu sinni að Búnaðarsambandi Eyjafjarðar verði falið að gera tillögu að skiptingu. Semjist aðilum ekki um skiptinguna að fenginni slíkri tillögu, yrði skipaður gerðardómur til að útkljá málið. Jafnframt er sveitarstjóra falið að árétta við Kára að ástæða þess að ekki var unnt að svara fyrrgreindu tilboði Kára innan tiltekins frests, var að á þeim tíma hafði sveitarstjórn ekki mótað afstöðu til mögulegrar sölu á jörðum í eigu sveitarfélagsins á afrétti.
23. Bréf frá Gunnlaugi Lútherssyni, ódagsett. er hann að sækja um lóð undir verkstæði á Grenivík og byggingu bílskúrs á lóð Sæborgar.
Umsókn um lóð undir verkstæði er frestað til næsta fundar og er sveitarstjóra falið að gera tillögu að hentugri lóð fyrir þess háttar starfsemi. Umsókn um lóð fyrir bílskúr er sömuleiðis frestað, þar sem fyrirliggjandi teikningar sýna ekki staðsetningu umrædds bílskúrs, auk þess sem vegghæð er hærri en eðlilegt getur talist í samræmi við íbúðarhúsið í Sæborg. Í báðum tilfellum er einnig gerð krafa um að teikningar sem lagðar eru fram, séu unnar af viðurkenndum aðila.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.