Sveitarstjórn

06.06.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 117

Þriðjudaginn 6. júní 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að undanskildum Jóni Helga Péturssyni, en í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Tölvupóstur frá Jóhanni Stefánssyni og Anítu Lind Björnsdóttur, dags 31. maí 2006.

Eru þau að sækja um að Grýtubakkahreppur niðurgreiði leikskólavist Gabríels Orra, sonar þeirra á Akureyri. Sveitarstjóra falið að ræða við Jóhann og Anítu og leikskólastjóra varðandi breytingu á opnunartíma á leikskólanum Krummafæti.

2. Breyting á aðalskipulagi Grenivíkur við Ægissíðu.
Breytingin felst í því að svæði gegnt Ægissíðu 32 og 34 sem áætlað var undir iðnaðarbyggð verði tekið undir íbúðarbyggð. Einnig lagt fram deiliskipulag fyrir svæðið. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og felur sveitarstjóra að auglýsa hana og nýtt deiliskipulag.

3. Lóð undir verkstæði við Lundsbraut.
Lögð fram tillaga að lóð undir iðnaðarhúsnæði að Lundsbraut 6 á Grenivík samkv. tillögu frá VST dags. 31. maí 2006.  Sveitarstjórn samþykkir lóðina.

4. Bréf frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, dags. 17. maí 2006.
Bréfið fjallar um átaksverkefni varðandi njólaeyðingu. Samþykkt að kanna áhuga jarðareigenda í Grýtubakkahreppi á átakinu.

5. Bréf frá Kvenfélaginu Hlín, dags. 29. maí 2006.
Kvenfélagið er að fara fram á að húsvörður aðstoði við flutning á borðum og stólum gegn föstu gjaldi þegar Kvenfélagið er með stærri kaffisölur í samkomuaðstöðu og íþróttasal Grenivíkurskóla. Samþykkt að fá tillögu frá húsverði.

6. Bréf frá Fiskmarkaði Íslands hf., dags. 30. maí 2006. 
Bréfið fjallar um forkaupsrétt Grýtubakkahrepps á Sjöfn EA 142. Ákveðið að nýta ekki forkaupsréttinn. Þórður vék af fundi undir þessum lið.

7. Afréttarmál. - Tímasetning.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fer fram á við Gróðurverndarnefnd Eyjafjarðar að hún skoði afrétt í Grýtubakkahreppi áður en sauðfjárbændur reka fé sitt nú í vor og geri tillögur til sveitarstjórnar um tímasetningar hvenær sleppa megi í afrétt.

8. Kaupsamningur milli Ernst Ingólfssonar og Grýtubakkahrepps.
Kaupsamningurinn er um sölu á 4,85 hektara óræktuðu landi úr landi Dals í Grýtubakkahreppi. Samningurinn samþykktur

9. Úthlutun á lóðum í Sunnuhlíð.
Eftirtöldum aðilum er úthlutað neðangreindum lóðum í Frístundabyggðinni Sunnuhlíð.
Sunnuhlið 1 Birgir Pétursson
Sunnuhlíð 3 Borgarsig ehf.
Sunnuhlíð 5 Borgarsig ehf.
Sunnuhlíð 6 Lísbet Davíðsdóttir og Snorri Kristinsson.
Sunnuhlíð 7 Alfreð Pálsson
Sunnuhlíð 8 Kristinn Örn Jónsson og Gísley Þorláksdóttir
Sunnuhlíð 9 Stefán Jóhannesson, Aðalstræti 30, Ak.
Sunnuhlíð 10 Arne Vagn Olsen
Sunnuhlíð 12 Jónas Steingrímsson
Sunnuhlíð 14 Sævar Helgson
Sunnuhlíð 15 Stefán Jóhannesson, Aðalstræti 30, Ak.
Sunnuhlíð 16 Bjarni Hjarðar

10. Trúnaðarmál. 
Ekkert bókað.

11. Erindi frá Sigurbirni Höskuldssyni og Janette Höskuldsson, dags. 1. júní 2006. 
Eru þau að sækja um heimild til að byggja verkstæðishús í landi Réttarholts í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar þar sem byggingarreiturinn er of nálægt vegsvæði samkv. byggingarreglugerð.  Einnig þarf að leyta samþykkis umhverfisráðuneytisins. Sveitarstjóra falið að kanna hvort byggingin þarf í grenndarkynningu.

12. Önnur mál. 
Engin.

Í lok fundar þökkuðu Þórður og Jenný gott samstarf á liðnu kjörtímabili og einnig þökkuðu aðrir fundamenn þeim gott samstarf á liðnum árum þar sem þau hverfa nú úr sveitarstjórn.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 19:20.