- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 134
Mánudaginn 16. apríl 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 21. mars 2007.
Lögð fram
2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 30 mars 2007.
Lögð fram.
3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 3. apríl 2007.
Lögð fram.
4. Fundargerð félagsmálanefndar Grýtubakkahrepps frá 28. febrúar 2007.
Fundargerðin samþykkt.
5. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. apríl 2007.
Er verið að tilkynna um styrk úr Landbótasjóði að upphæð kr. 400.000,- til uppgræðslu í landi Grýtubakkahrepps á Leirdalsheiði. Lagt fram.
6. Viljayfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram.
7. Bréf frá Sparisjóði Höfðhverfinga dags. 3. apríl 2007.
Er farið fram á við sveitarstjórn að hún tilnefni tvo í stjórn sparisjóðsins og tvo til vara. Eftirtaldir eru tilnefndir:
Juliane Brigitte Kauertz - aðalmaður
Oddný Jóhannsdóttir - aðalmaður
Sigríður Haraldsdóttir - varamaður
Margrét Ösp Stefánsdóttir - varamaður
Jón Helgi vék af fundi að eigin ósk meðan þessi liður var ræddur.
8. Aðalfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga 18. apríl 2007.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
9. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 24. apríl 2007.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
10. Þjónustusamningur milli Grýtubakkahrepps og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, dags. 01.01.2007.
Þjónustusamningurinn samþykktur.
11. Afskrifaðar kröfur.
Samþykkt að afskrifa kröfur (eftiráinnheimt útsvar) að upphæð samtals kr. 5.168.299-. Afskriftin hefur ekki áhrif á rekstur Grýtubakkahrepps þar sem þegar hafði verið gert ráð fyrir afskriftinni.
12. Breyting á aðalskipulagi Grenivíkur v. Kaplaskjól.
Afgreiðslu frestað.
13. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2006, fyrri umræða.
Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi:
Sveitarsjóður Samstæða
Rekstrartekjur 173.141.000,- 206.928.000,-
Rekstrargjöld 180.200.000,- 209.825.000,-
Fjármtekj. og fjármgj. 14.922.000,- 3.051.000,-
Rekstrarniðurstaða 7.863.000,- 154.000,-
Fyrri umræðu lokið.
14. Önnur mál.
Engin.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.