- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 147
Mánudaginn 26. nóvember 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps fyrir árið 2008, fyrri umræða.
Á fundinn mættu Valdimar Víðisson skólastjóri, Þorsteinn Þormóðsson húsvörður, Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri og Fjóla Stefánsdóttir forstöðumaður Grenilundar. Fyrri umræðu lokið.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 8. nóvember 2007.
Lögð fram.
3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. nóvember 2007.
Í fyrsta lið er Oddgeir Ísaksson Melgötu 6, Grenivík að sækja um leyfi fyrir sólskálabyggingu við íbúðarhúsið að Melgötu 6 á Grenivík. Í öðrum lið er Sigurður Þengilsson Álfheimum 70, Reykjavík að sækja um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 10 í Sunnuhlíð. Fundargerðin lögð fram og framangreindir liðir samþykktir.
4. Bréf frá Önnu Jóhannesdóttur dýralækni dags. 8. nóvember 2007.
Er óskað eftir að sveitarfélagið styðji stofnun á örmerkjagagnagrunni fyrir gæludýr. Erindinu hafnað.
5. Bréf frá Slökkviliði Akureyrar dags. 9. nóvember 2007.
Lögð fram greinargerð um formlega eldvarnaeftirlitsskoðun sem gerð var á leikskólanum Krummafæti af Magnúsi Viðari Arnarssyni yfireldvarnaeftirlitsmanni hjá Slökkviliðinu á Akureyri. Lagt fram.
6. Bréf frá Guðna Sigþórssyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Grýtubakkahrepps, dags. 12. nóvember 2007.
Er bréfið um framtíð brunavarna í Eyjafirði en slökkviliðsmenn í Grýtubakkahreppi eru einróma sammála því að slökkviliðið verði á höndum heimamanna að svo komnu máli. Lagt fram.
7. Bréf frá Brunamálastofnun dags. 15. nóvember 2007.
Fjallar bréfið um úttekt Eldstoða hjá Slökkviliðinu á Grenivík. Lagt fram.
8. Sjálfseignarstofnun um Gásakaupstað.
Samþykkt að leggja fram stofnfé til Sjálfseignarstofnunar um Gásakaupstað að upphæð kr. 40.000-.
9. Ljósleiðari.
Rætt um lagningu ljósleiðara. Áætlað er að ljósleiðari til Grenivíkur verði kominn í notkun fyrir áramót.
10. Öldrunarmál.
Afgreiðslu frestað.
11. Bréf frá Stígamótum dags. 15. nóvember 2007.
Er verið að fara fram á stuðning við starfsemi Stígamóta. Erindinu hafnað þar sem þegar hefur verið veittur stuðningur við systursamtök Stígamóta á Akureyri.
12. Bréf frá Snorraverkefninu dags. 9. nóvember 2007.
Er verið að fara fram á fjárstuðning við verkefnið. Erindinu hafnað.
13. Bréf frá UMFÍ dags. 14. nóvember 2007.
Er verið að kynna ályktun frá sambandsþingi UMFÍ. Lagt fram.
14. Bréf frá fjármálaráðuneytinu dags. 9. nóvember 2007.
Bréfið er svar við bréfi frá sveitarstjórn Grýtubakkahrepps þar sem óskað er skýringar á því af hverju ráðuneytið hyggst ekki að svo stöddu setja upp útibú Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Grenivík. Í bréfinu kemur fram að verið sé að endurskoða dreifikerfi ÁTVR á landsbyggðinni og því standi ekki til að opna áfengisútsölu á Grenivík að svo stöddu. Lagt fram.
15. Reglubundið eftirlit HNE í Grunnskólanum á Grenivík.
Lögð fram skýrsla um reglubundið eftirlit í grunnskólanum á Grenivík sem fór fram 8. nóvember sl. Í skýrslunni er farið fram á að gerðar verði ákveðnar lagfæringar. Sveitarstjóra falið að sjá um að viðeigandi lagfæringar verði gerðar.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:45.