Sveitarstjórn

03.12.2007 00:00

 Hreppsnefndarfundur nr. 148
      
Mánudaginn 3. desember 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Benedikt Sveinsson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps fyrir árið 2008, seinni umræða.
Á fundinn mættu Guðni Sigþórsson verkstjóri og Anna Sigríður Jökulsdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvar. Afgreiðslu seinni umræðu frestað.

2. Fundargerð Héraðsnefndar Eyjafjarðar frá 14. nóvember 2007.
Lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 19. nóvember 2007.
Lögð fram.

4. Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 24. nóvember 2007. 
Fundargerðin samþykkt.
  
5. Ákvörðun um útsvarsprósentu 2008.
Ákveðið að útsvarsprósenta í Grýtubakkahreppi fyrir 2008 verði 13,03%.

6. Álagning fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi 2008.
Ákveðið að álagning fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi árið 2008 verði sem hér segir:

    Fasteignaskattur A       0,40%  
    (örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
    Fasteignaskattur B      1,50%
    Vatnsskattur       0,30%
    Lóðarleiga af fasteignamati lóða    1,00%
    Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar   0,25%

   Sorphirðugjald:
    Íbúðir á Grenivík    kr. 18.000.-
    Sveitaheimili     kr. 12.000.-
    Sumarbústaðir á Grenivík   kr. 12.000.-
    Sumarbústaðir utan Grenivíkur  kr.   6.000.-

       Hreppsnefnd er heimilt að veita 50% afslátt ef tveir eða færri eru á heimili.

       Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
       Flokkur 1     kr.  12.000.-
       Flokkur 2     kr.  18.000.-
       Flokkur 3     kr.  32.000.-
       Flokkur 4     kr.  55.000.-
       Flokkur 5     kr. 110.000.-

       Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.

       Gjaldtaka fyrir losun seyru:
       Rotþrær minni en 3.000 l   kr.   5.500.-
       Rotþrær 3.000 l og stærri   kr.   8.800.-

       Gjalddagar:
       7 gjalddagar frá 01.02.2008-01.08.2008 fyrir kr. 12.000.- og hærra
       2 gjalddagar, 01.04.2008 og 01.06.2008 fyrir kr. 6.000-11.999.-
       1 gjalddagi, 01.05.2008 fyrir lægra en kr. 6.000.-


7. Reglur um afslátt af fasteignaskatti í Grýtubakkahreppi. 
Samþykkt að viðmiðunartölur hækki samkvæmt breytingum á vísitölu neysluverðs.

8. Tölvupóstur frá Prestssetrasjóði dags. 29. nóvember 2007.
Er verið að óska eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir landnúmeri og fastanúmeri  lóðar fyrir sameiginlegt svæði að Laufási í Grýtubakkahreppi.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Ljósleiðari.
Farið yfir tölvupóst frá framkvæmdastjóra Tengis ehf. varðandi ýmsar upplýsingar um ljósleiðaravæðingu í Grýtubakkahreppi. Stefnt á að senda út kynningarbréf til íbúa varðandi ljósleiðaravæðingu innan skamms.

10. Bréf frá Flokkun ehf. dags. 27. nóvember 2007. 
Er verið að svara bréfi frá 2. okt. 2007 þar sem Grýtubakkahreppur fór fram á að hlutafé í Flokkun kæmi frá Sænesi ehf. en ekki Grýtubakkahreppi en erindinu var hafnað. Lagt fram.

11. Umsókn Hestamannafélagsins Þráins frá 20. nóvember 2006 um lóð fyrir reiðskemmu, sbr. fundargerð frá 27. nóvember 2006.
Þar sem skipulagsvinnu er lokið er Hestamannafélaginu Þráni úthlutað lóð undir reiðskemmu að Kaplaskjóli 9.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:45.