Sveitarstjórn

21.01.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 151

Mánudaginn 21. janúar 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps í Gamla skólanum. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 frá 27. nóvember 2007. 
Lagt fram og fjárhagsáætlun búfjáreftirlitsnefndar samþykkt.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 9. janúar 2008.
Lagt fram.
  
3. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 13. desember 2007. 
Fundargerðin samþykkt.

4. Bréf frá Flokkun ehf. dags. 14. janúar 2008.
Til að ganga formlega frá samstarfi Flokkunar ehf. og Grýtubakkahrepps þarf að gera þjónustusamning milli Flokkunar ehf. og sveitarfélagsins. Samþykkt að óska eftir því að Eiður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flokkunar, komi á fund sveitarstjórnar og kynni þá þjónustu sem Flokkun býður upp á.

5. Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Grýtubakkahreppi. Seinni umræða. 
Gjaldskráin samþykkt samanber bókun dagsetta 3. desember 2007.

6. Minnisblað vegna aðalskipulags Grýtubakkahrepps, dags. 15. janúar 2008.
Samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlun frá tveimur fyrirtækjum sem gefa sig út fyrir að vinna að gerð aðalskipulags.
  
7. Útseld vinna frá áhaldahúsi. 
Samþykktar eftirfarandi breytingar á gjaldskrá vegna vinnu frá áhaldahúsi:
* Dráttarvél með manni   7.350- á klst. án vsk
* Dráttarvél og snjóblásari með manni 8.600- á klst. án vsk
* Slátturtraktor með manni   4.600- á klst. án vsk
* Útseldur maður 1    2.800- á klst. án vsk
* Útseldur maður 2    2.000- á klst. án vsk
* Útseldur vinnuskólamaður  1.300- á klst. án vsk
* Útseldur maður við garðvinnu  2.500- á klst. án vsk
* Sveitarstjórn hefur heimild til að veita öryrkjum og ellilífeyrisþegum afslátt vegna útseldra manna við garðvinnu. 

8. Fulltrúi í framhaldsskólanefnd Eyjafjarðar.
Tilnefndur hefur verið Valdimar Gunnarsson (Eyjafjarðarsveit) sem fulltrúi Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps í framhaldsskólanefnd Eyjafjarðar.  Sveitarstjórn samþykkir tilnefningu Valdimars fyrir sitt leyti.

9. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2009-2011, fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.

10. Jöfnun á tengigjaldi vegna hitaveitu.
Sveitarstjórn samþykkir að niðurgreiða heimæðargjöld heimila í dreifbýli í Grýtubakkahreppi vegna hitaveitu. Niðurgreiðslan er mismunur á heimæðargjöldum í dreifbýli og á Grenivík eða að hámarki kr. 96.607-. Niðurgreiðslan nær eingöngu til heimila þar sem einstaklingar eru með skráð lögheimili og tekur ekki til frístundabyggðar. Sækja skal um niðurgreiðsluna til sveitarstjóra og fæst hún greidd gegn framvísun greiðslukvittunar fyrir tengigjaldi hitaveitu hjá Norðurorku. Niðurgreiðsla samkvæmt ákvörðun þessari stendur til boða til ársloka 2009.

11.  Bréf frá eigendum Miðgarða ehf. dags. 3. janúar 2008, (áður tekið fyrir 7. janúar 2008). 
Rætt hefur verið við forsvarsmenn Miðgarða ehf. um lausn á málum fyrirtækisins. Aðilar telja sig hafa fundið sameiginlega lausn og er samþykkt að unnið verði að henni.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40.