- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 153
Mánudaginn 18. febrúar 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps í Gamla skólanum. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að Benedikt Sveinssyni frátöldum en Margrét Ösp Stefánsdóttir sat fundinn í hans stað. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Dagskrá:
1. Niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2007. Erindi frá Menntamálaráðuneytinu.
Lagt fram. Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við skólastjóra Grenivíkurskóla.
2. Skipun fulltrúa í sjálfsmatshóp Grenivíkurskóla.
Samþykkt að tilnefna Margréti Ösp Stefánsdóttur af hálfu sveitarstjórnar í sjálfsmatshópinn.
3. Drög að samningi um rekstur á byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðarsvæðis.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
4. Afskriftir.
Samþykkt að afskrifa kröfur upp á kr. 11.298-.
5. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps.
Lagðar fram kostnaðaráætlanir vegna gerðar aðalskipulags Grýtubakkahrepps frá tveimur arkitektastofum. Samþykkt að ganga til samninga við Gylfa Guðjónsson og félaga ehf.
6. Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Kaplaskjól – áður tekið fyrir 12. nóvember 2007.
Breytingin hefur farið í grenndarkynningu og bárust engar athugasemdir. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna.
7. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. febrúar 2008.
Efni: Kynning á verkefninu Héraðsáætlanir Landgræðslunnar.
Lagt fram.
8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. febrúar 2008.
Efni: Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.
Með bréfinu fylgir fyrirspurn um stöðu innflytjenda. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurninni.
9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. janúar 2008.
Efni: Kynning á sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið 2007-2020.
Kynningarfundur verður haldinn á Akureyri 21. febrúar nk. Samþykkt að Ásta Fönn Flosadóttir sæki fundinn.
10. Tölvupóstur frá félagsráðgjafafélagi Íslands dags. 14. febrúar 2008.
Efni: Málþing 22. febrúar - Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna?
Lagt fram.
11. Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 15. febrúar 2008.
Efni: Málþing um umhverfismat áætlana á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 28. febrúar 2008.
Lagt fram.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:50.