Sveitarstjórn

17.03.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 154


Mánudaginn 17. mars 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:


1.  Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 27. febrúar 2008. 
Lagt fram.

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings með þingmönnum Norðausturkjördæmis frá 15. febrúar 2008. 
Lagt fram.

3.  Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. mars 2008. 
Lagt fram.

4.  Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.
Fundurinn verður haldinn í Reykjavík 4. apríl nk. Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

5.  Skólamálastefna Sambands ísl. sveitarfélaga ohf. 
Lagt fram.

6.  Áskorun frá BKNE dags. 4. mars 2008. 
Lagt fram.

7.  Aðalfundur Norðurorku hf, 28. mars 2008.
Samþykkt að Jóhann Ingólfsson fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum. Jóhanni er jafnframt heimilt að framselja umboðið til annars sveitarstjórnarmanns eða sveitarstjóra.

8.  Bréf frá Staðardagsskrá 21, dags. 25. febrúar 2008.
Er verið að bjóða sérstaka aðstoð til smærri sveitarfélaga og eru þau hvött til að nýta sér þá þjónustu sem býðst. Lagt fram.

9.  Bréf frá Grímseyjarhreppi dags. 22. febrúar 2008.
Er verið að óska eftir aðild að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.  Deiliskipulag vegna gistihúsabyggðar Nolli Grýtubakkahreppi. 
Samþykkt að leita eftir umsögn Skipulagsstofnunar.  Verði umsögnin jákvæð er sveitarstjóra falið að auglýsa tillöguna.

11.  Húsnæðismál.
Rætt um húsnæðismál í sveitarfélaginu.

12.  Öldrunarmál.
Sveitarstjórn samþykkir að hafin skuli vinna að því að koma á næturvöktum á Grenilundi.

13.  Starfsmannamál.
Sveitarstjóra veitt heimild til að ráða starfsmann í afleysingar vegna veikindaleyfis starfsmanns á hreppsskrifstofu.

14.  Vigtarmál.
Samþykkt að gjaldskrá fyrir vigtun við höfn verði óbreytt að öðru leyti en því að vigtargjald frá kl. 08:00 til kl. 17:00 verður kr. 1.300-.

15.  Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Er verið að bjóða sveitarfélaginu að taka þátt í stefnumótun í ferðaþjónustu í Þingeyrjarsýslum. Afgreiðslu frestað.

16.  Álver á Bakka við Húsavík. 
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir stuðningi við uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík og skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að þessi framkvæmd getir orðið sem fyrst að veruleika.  Samdráttur í landbúnaði, fiskvinnslu og tengdum störfum í Þingeyjarsýslum hefur orðið til þess að íbúum á svæðinu hefur fækkað og hefur þetta svæði átt undir högg að sækja. Því er álver á Bakka kærkomin kjölfesta í atvinnumálum á Norðurlandi.

17.  Bréf frá Valdimar Víðissyni, dags. 14. mars 2008.
Er Valdimar að segja upp starfi sínu sem skólastjóri frá og með 1. ágúst 2008. Sveitarstjórn þakkar Valdimar afar farsælt samstarf og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi.  Samþykkt að auglýsa lausa stöðu skólastjóra.

18.  Stofnfjárfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga. 
Samþykkt að veita Ástu F. Flosadóttur umboð Grýtubakkahrepps á fyrirhuguðum stofnfjárfundi Sparisjóðs Höfðhverfinga, sem haldinn verður á næstu vikum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:20.