- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 155
Mánudaginn 7. apríl 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Aðalskipulagsgerð Grýtubakkahrepps. Árni Ólafsson arkitekt kom á fundinn.
Rætt var um skipulag vinnu við gerð aðalskipulags.
2. Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðar frá 17. mars sl.
Lagt fram.
3. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2007, fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.
4. Bréf frá Óbyggðanefnd, dags 26. mars 2008.
Í bréfinu kemur fram að fjármálaráðherra geri ekki kröfu til landsvæðis í Grýtubakkahreppi sunnan Fnjóskár (á svæði 7a). Lagt fram.
5. Úthlutun lóðar undir hús að Látrum.
Samþykkt að úthluta lóð skv. meðfylgjandi uppdrætti.
6. Úthlutun lóðar undir hús Hlíðarenda.
Samþykkt að úthluta lóð skv. meðfylgjandi uppdrætti.
7. Ályktanir frá aðalfundi Félags leikskólakennara.
Lagt fram.
8. Tölvupóstur frá Brynjari Inga Skaptasyni dags. 25. mars 2008.
Er hann að sækja um lóð að Sunnuhlíð 18 (frístundabyggð). Sveitarstjórn samþykkir erindið og hefur þar með öllum lóðum við Sunnuhlíð verið úthlutað.
9. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 25. mars 2008.
Í bréfinu er boðið upp á kynningu á frumdrögum héraðsáætlana Landgræðslunnar. Jafnframt er óskað eftir tilnefningu tengiliðs sveitarfélagsins vegna þessarar vinnu. Samþykkt að þiggja kynningu á verkefninu og er sveitarstjóri tilnefndur tengiliður sveitarfélagsins.
10. Skólahreysti 2008 - Umsókn um styrk.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 20.000-.
11. Almenningssamgöngur í Eyjafirði.
Sveitarstjórn lýsir sig fylgjandi því að áfram verði unnið að því að koma á almenningssamgöngum á Eyjafjarðarsvæðinu frá Grenivík að Siglufirði. Engin sérleyfi eru á leiðinni frá Akureyri til Grenivíkur.
12. Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Í erindinu er óskað eftir því að Grýtubakkahreppur verði hluti þess svæðis sem stefnumótunarvinna varðandi ferðaþjónustu á Norðausturlandi nær yfir. Sveitarstjórn lýsir sig fylgjandi því að fyrrgreint svæði taki einnig til Grýtubakkahrepps.
13. Samningur um ráðgjafaþjónustu milli Akureyrarbæjar og Grýtubakkahrepps.
Samningsdrög lögð fram og samþykkt.
14. Samningur milli Akureyrarbæjar og Grýtubakkahrepps um ráðgjafaþjónustu við leikskóla. Samningsdrög lögð fram og samþykkt með smávægilegum breytingum.
15. Námskeið á vegum Eyþings.
Verið er að kynna námskeið um lestur og greiningu ársreikninga sveitarfélaga. Lagt fram.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:00.