- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 158
Mánudaginn 19. maí 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Ásta Fönn Flosadóttir en í hennar stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:15.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 15. maí 2008.
Fundargerðin samþykkt.
2. Ráðning skólastjóra við Grenivíkurskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við Ástu Fönn Flosadóttur um að hún taki að sér starf skólastjóra Grenivíkurskóla.
3. Ráðning í stöðu leikskólastjóra leikskólans Krummafótar.
Leitað var afbrigða til að taka þennan lið á dagskrá. Regína Ómarsdóttir hefur með bréfi dagsett 19. maí sagt starfi sínu sem leikskólastjóri lausu, en Regína hefur verið í tveggja ára launalausu leyfi. Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:05.