- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 159
Mánudaginn 2. júní 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mættir voru Ásta F. Flosadóttir, Benedikt Sveinsson, Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson. Jón Helgi Pétursson var fjarverandi en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Ásta ritaði fundargerð. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð landbúnaðarnefndar Grýtubakkahrepps frá 30. maí 2008.
Nefndin leggur til að leyft verði að sleppa fé á afrétt 4. júní, en hrossasleppingar verði leyfðar 1. júlí. Fundargerðin samþykkt.
2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. maí 2008.
Í lið 1 sækir Jóhann Svanur Stefánsson um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 1 í landi Áshóls í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn samþykkir lið nr. 1 fyrir sitt leyti.
3. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 13. maí og 28. maí 2008.
Lagt fram.
4. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 11. júní 2008.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.
5. Bréf frá Gísla Sigurgeirssyni, kvikmyndagerðarmanni, dags. 9. maí 2008.
Er hann að sækja um styrk vegna kvikmyndagerðar í Fjörðum. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og finnst verkefnið áhugavert. Samþykkt að beina erindinu til Sæness ehf.
6. Erindi frá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi, dags. 10. maí 2008.
Er verið að sækja um styrk vegna reksturs Aflsins. Samþykkt að veita Aflinu 15.000 kr. í styrk.
7. Bygging félagslegra íbúða.
Samþykkt að sveitarfélagið hefji undirbúning byggingar félagslegra íbúða. Sveitarstjóra falið að vinna í málinu.
8. Drög að innkaupareglum fyrir Grýtubakkahrepp.
Afgreiðslu frestað.
9. Drög að samningi um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.
Samningurinn veitir íbúum Svalbarðsstrandarhrepps og gamla Hálshrepps í Þingeyjarsveit aðgang að Grenilundi og hafa fyrrnefnd sveitarfélög sama aðgangsrétt og íbúar Grýtubakkahrepps. Lagt fram.
10. Tjaldsvæði.
Rætt um aðstöðuna á tjaldsvæðinu.
11. Bréf frá Björgunarsveitinni Ægi dags. 16. maí 2008.
Er verið að sækja um styrk í formi niðurfellingar leigu á húsnæði skólans vegna hátíðarhalda í tilefni sjómannadagsins.
Samþykkt að veita umbeðinn styrk.
12. Erindi frá heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra;
drög að samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Sveitarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
13. Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020.
Athugasemdafrestur er til 26. júní 2008. Afgreiðslu frestað.
14. Önnur mál.
Engin.
Fundi slitið kl. 20.30.