- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 161
Mánudaginn 7. júlí 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 24. júní sl.
Lögð fram.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 11. júní 2008.
Lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 22. maí 2008.
Lögð fram.
4. Tölvupóstur frá Brynjari Inga Skaptasyni dags. 16. júní 2008.
Er hann að afþakka úthlutun á lóðinni Sunnuhlíð 18.
5. Tölvupóstur frá Jóhönnu S. Daðadóttur dags. 30. júní 2008.
Er hún að sækja um lóð nr. 18 við Sunnuhlíð. Samþykkt að úthluta Jóhönnu umræddri lóð.
6. Laun í vinnuskóla Grýtubakkahrepps 2008.
Eftirfarandi laun voru samþykkt:
Laun vinnuskóla sumarið 2008
f.ár. m.laun dv. yv.
16 ára 1992 126.857 731,88 1.317,40
15 ára 1993 83.361 480,94 865,70
14 ára 1994 72.246 416,81 750,28
Greitt er 20% álag fyrir slátt m. orfi
(eingöngu 16 ára slá m. orfi)
7. Ráðning leikskólastjóra.
Tvær umsóknir um stöðu leikskólastjóra Leikskólans Krummafótar bárust. Umsækjendur eru Hólmfríður Hermannsdóttir og Birna Kristín Friðriksdóttir. Samþykkt að leita eftir umsöng fræðslu- og æskulýðsnefndar.
8. Bréf frá Flokkun Eyjafjarðar ehf. dags. 12. júní 2008.
Er verið að bjóða út nýtt hlutafé í Flokkun Eyjafjarðar ehf. að upphæð kr. 30.000.000,- Eignarhlutur Grýtubakkahrepps er 1,67% og koma því kr. 500.060,- í hlut sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.
9. Bréf frá óbyggðanefnd dags. 18. júní 2008.
Í bréfinu kemur fram að hafnað er öllum þjóðlendukröfum ríkisins til landssvæða innan marka sveitarfélagsins. Aðilar málsins hafa frest til 16. desember 2008 til að skjóta úrskurði óbyggðanefndar til dómstóla. Í úrskurðinum kemur fram þóknun sem íslenska ríkinu ber að greiða vegna málflytjenda jarðareiganda. Sveitarstjórn telur að sú þóknun sem ákvörðuð er til handa lögfræðingi Grýtubakkahrepps í úrskurðinum sé í engu samræmi við aðra úrskurði og nægi engan veginn til að standa undir lögfræðikostnaði vegna málsins.
10. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda - styrkumsókn.
Samþykkt að hafna umsókninni.
11. Leiðbeinandi reglur fyrir þá sem leigja íþróttahús og samkomuaðstöðu.
Reglurnar samþykktar.
12. Bygging leiguíbúða.
Samþykkt að vinna að byggingu leiguíbúða við Lækjarvelli.
13. Ímyndarmál.
Rætt um kynningar- og ímyndarmál.
14. Deiliskipulag vegna ferðaþjónustuhúsa á Nolli.
Engar athugasemdir hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti.
15. Útboð á skólaakstri.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Frá Pólarhestum 325 kr/km,
frá SBA Norðurleið 320 kr/km,
frá Önn Báru Bergvinsdóttur og Bergvin Jóhannssyni 225 kr/km (m.v. núverandi skólabifreið),
frá Önnu Báru Bergvinsdóttur og Bergvin Jóhannssyni 267 kr/km (m.v. nýja eða nýlega rúmgóða bifreið ) og
frá Önnu Báru Bergvinsdóttur og Bergvin Jóhannssyni 277 kr/km (m.v. báðar framangreindar bifreiðar).
Samþykkt að ganga til samninga við Önnu Báru Bergvinsdóttur og Bergvin Jóhannsson.
Ásta Fönn sat hjá við afgreiðslu þessa máls.
16. Skipun í fræðslu- og æskulýðsnefnd.
Fyrir liggur að skipa þarf nýjan fulltrúa fyrir Ástu Fönn Flosadóttur sem lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og tekur við starfi skólastjóra Grenivíkurskóla frá og með 1. ágúst nk. Samþykkt að skipa Sigurlaugu Sigurðardóttur sem aðalmann í nefndina og Elínu Jakobsdóttur sem 3. varamann, en Sigurlaug var áður varamaður í nefndinni.
17. Bréf frá SJBald ehf. dags. 3. júlí 2008.
Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna frístundabyggðar í landi Grýtubakka I og II í Grýtubakkahreppi. Samþykkt að óska eftir leyfi Skipulagsstofnunar til að auglýsa skipulagstillöguna.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00.
Túngötu 3, 610 Grenivík
Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá kl: 10:00-15:00 - Kt: 580169-2019