- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 164
Mánudaginn 15. september 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mættir hreppsnefndarmennirnir Ásta F. Flosadóttir, Jóhann Ingólfsson og Jón Helgi Pétursson. Benedikt Sveinsson og Fjóla V. Stefánsdóttir voru vanhæf og sátu því ekki fundinn. Í þeirra stað sátu Margrét Ösp Stefánsdóttir og Guðni Sigþórsson fundinn sem hófst kl. 19.30.
Dagskrá:
1. Bygging leiguíbúða.
Sveitarstjóri sendi verktakafyrirtækjum í Grýtubakkahreppi bréf til að kanna áhuga þeirra á að taka að sér byggingu parhúss á Grenivík. Bæði Trégrip ehf. og SjBald ehf. lýstu yfir áhuga á verkefninu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að undirbúningi lokaðs alútboðs í samvinnu við VN.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.