- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 169
Mánudaginn 1. desember 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.
Mættir voru Ásta F. Flosadóttir, Guðni Sigþórsson, Jóhann Ingólfsson, Jón Helgi Pétursson og Margrét Ösp Stefánsdóttir. Jón Helgi Pétursson stýrði fundi. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Dagskrá:
1. Bygging leiguíbúða
Lánsvilyrði hefur borist frá Íbúðalánasjóði. Samþykkt að bjóða út byggingu leiguíbúða við Lækjarvelli 1. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:00.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.