- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 170
Mánudaginn 1. desember 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt Jennýju Jóakimsdóttur og sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 19. nóvember 2008.
Lögð fram.
2. Bréf frá ÍSÍ dags. 14. nóvember 2008.
Bréfið fjallar um samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga. Lagt fram.
3. Bréf frá UMSE dags. 13. nóvember 2008.
Bréfið fjallar um styrkbeiðni frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar. Erindinu hafnað þar sem Grýtubakkahreppur hefur hingað til talist á starfssvæði HSÞ og sveitarstjórn hefur veitt því héraðssambandi fjárstuðning.
4. Bréf frá Vottunarstofunni Túni ehf. dags. 14. nóvember 2008.
Er verið að bjóða út nýtt hlutafé. Samþykkt að kaupa ekki nýtt hlutafé.
5. Hlutafjáraukning í Flokkun ehf.
Ákveðið að kaupa hlutafé í Flokkun að upphæð kr. 591.852,-
6. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf. fyrir árið 2007.
Sveitarstjóri fór með umboð sveitarfélagsins á fundinum sem var 27. nóv. sl. en áður var búið að hafa samband við sveitarstjórnarmenn með tölvupósti.
7. Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Grýtubakkahreppi 2009 og álagning fasteignagjalda.
Álagningarhlutfall fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi helst óbreytt frá 2008.
Árið 2009 er álagningin sem hér segir:
Fasteignaskattur A 0,40%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B 1,50%
Vatnsskattur 0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík kr. 20.000.-
Sveitaheimili kr. 14.000.-
Sumarbústaðir á Grenivík kr. 14.000.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 8.000.-
Sama gjald er fyrir þá sem nýta sér endurvinnslutunnur og gámastöðvar. Endurvinnslutunnur eru losaðar einu sinni í mánuði og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 14.000.-
Flokkur 2 kr. 20.000.-
Flokkur 3 kr. 34.000.-
Flokkur 4 kr. 57.000.-
Flokkur 5 kr. 112.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.000 l kr. 5.500.-
Rotþrær 3.000 l og stærri kr. 8.800.-
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2009-01.08.2009 fyrir kr. 10.000.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2009 og 01.06.2009 fyrir kr. 5.000 - 9.999.-
1 gjalddagi, 01.05.2009 fyrir lægra en kr. 5.000.-
8. Álagningarprósenta útsvars 2009.
Ákveðið að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2009 verði 13,03%.
9. Gjaldskrá mötuneytis í Grenivíkurskóla.
Ákveðið að hækka gjald í mötuneyti Grenivíkurskóla úr kr. 3.300,- í kr. 3.500,- á mánuði frá og með 1. janúar 2009.
10. Bréf frá Þórarni I. Péturssyni og Hólmfríði Björnsdóttur dags. 28. nóvember 2008.
Eru þau að sækja um lóð nr. 10 við Stórasvæði á Grenivík. Erindið samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
11. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2009.
Forstöðumenn stofnana mættu á fundinn og gerðu grein fyrir rekstri stofnana sinna.
Síðari umræða. Síðari umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:50.
Jón Helgi Pétursson ritaði fundargerð