- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 174
Mánudaginn 19. janúar 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Aðalskipulag.
Árni Ólafsson kom á fundinn. Farið var yfir og unnið í ýmsum þáttum aðalskipulags.
2. Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dags. 6. janúar 2009.
Í bréfinu kemur fram ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu. Lagt fram.
3. Tölvupóstur frá Alfreð Pálssyni dags. 14. janúar 2009.
Er hann að fara fram á að lóðaleigusamningur að Sunnuhlíð 7 verði fluttur yfir á móður hans Sigríði Guðmundsdóttur. Erindið samþykkt.
4. Staða atvinnulífsins.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu atvinnulífsins í Grýtubakkahreppi en hún hefur haft samband við forstöðumenn margra fyrirtækja í sveitarfélaginu til að kanna stöðu mála. Almennt séð er ástand atvinnulífs í þokkalegu horfi þó nokkuð sé það misjafnt eftir aðilum.
5. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2010-2012.
Fyrri umræðu lokið.
6. Bréf frá nokkrum íbúum í leiguhúsnæði Grýtubakkahrepps dags. 7. janúar 2009.
Eru þeir að koma á framfæri óánægju sinni varðandi hækkun á leigu og hússjóði undanfarna mánuði en leiga og hússjóður eru tengd visitölu neysluverðs. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og svara erindinu.
7. Drög að samþykkt um gatnagerðargjald á Grenivík í Grýtubakkahreppi.
Fyrri umræðu lokið.
8. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps
2008-2020 - Efnisvinnslusvæði í landi Sigluvíkur.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.
Jón Helgi Pétursson ritaði fundargerð.