- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 175
Mánudaginn 2. febrúar 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 4. desember 2008.
Fundargerðin samþykkt.
2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 16. janúar 2009.
Lögð fram.
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
22. janúar 2009.
Lögð fram.
4. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 18. desember 2008.
Lögð fram.
5. Tölvupóstur frá Pálma R. Pálmasyni dags. 25. janúar 2009.
Er hann að fara fram á að vera leystur undan lóðarleigusamningi að Sunnuhlíð 9 á Grenivík. Afgreiðslu frestað.
6. Afrit af bréfi frá Bændasamtökum Íslands dags. 16. janúar 2009.
Fjallar bréfið um bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms. Er verið að boða fund um málefnið. Lagt fram.
7. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2010-2012.
Samstæða:
Í þús. kr. 2010 2011 2012
Rekstrartekjur 267.812 275.726 283.878
Rekstrargjöld 259.553 266.897 274.312
Fjármagnsliðir -4.824 -4.481 -4.145
Rekstrarniðurstaða 3.435 4.348 5.421
Fjárfestingar 15.000 17.000 17.100
Síðari umræðu lokið. Þriggja ára áætlun samþykkt.
8. Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ)
20. febrúar 2009.
Lagt fram. Samþykkt að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.
9. Samþykkt um gatnagerðargjald á Grenivík í Grýtubakkahreppi.
Lögð fram drög til síðari umræðu. Drögin samþykkt með smávægilegum breytingum.
10. Tölvupóstur frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar frá 29. janúar 2009.
Nú hefur ríkið ákveðið að setja 33 mkr. til byggingarframkvæmda við framhaldsskólann í Ólafsfirði og 45 mkr. til starfsdeildar VMA. Ríkið greiðir 60% og sveitarfélögin 40%. Hlutur Grýtubakkahrepps vegna þessa 2009 eru kr. 387.072,-. Kostnaðarþátttaka Grýtubakkahrepps sbr. framangreint samþykkt enda rúmast upphæðin innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:50.
Fundargerð ritaði Jón Helgi Pétursson