Sveitarstjórn

16.02.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 176

Mánudaginn 16. febrúar 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mættir voru Ásta F. Flosadóttir, Benedikt Sveinsson, Fjóla V. Stefánsdóttir oddviti og Jóhann Ingólfsson.  Jón Helgi Pétursson var fjarverandi en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Aðalskipulag - Árni Ólafsson kom á fundinn.
Vinnu við aðalskipulag haldið áfram.

2. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 28. janúar 2009.

Lagt fram.

3. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. janúar 2009.
Efni: Megináherslur í úrgangsmálum. 
Lagt fram.

4. Afskrifaðar kröfur.
Samþykkt að afskrifa 58.584 kr.

5. Bréf frá HSÞ dags. 4. febrúar 2009. Efni bréfs: Framlag í aksturssjóð HSÞ. 
Samþykkt að leita álits hjá íþróttafélaginu Magna á efni bréfsins.  Erindinu frestað.

6. Lenging á framkvæmdatíma í Sunnuhlíð.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu er samþykkt að lengja framkvæmdatímann frá úthlutun lóða í Sunnuhlíð úr þremur í fimm ár.

7. Styrkur til Hestamannafélagsins Þráins.
Samþykkt að styrkja hestamannafélagið um 44.360 kr. sem eru fasteignagjöldin af reiðskemmunni 2008.

8. Gjaldskrá vigtunargjalds í Grenivíkurhöfn.
Samþykkt að gjaldskráin verði á virkum dögum: 
Frá kl. 7.30-16.00:  2.000 kr.
Frá kl. 16.00-20.00: 3.000 kr.
Frá kl. 20.00-7.30 og um helgar og á almennum frídögum: 6.000 kr.

9. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2009.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20.15.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.