Sveitarstjórn

18.02.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 177

Miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mættir voru Jón Helgi Pétursson, Jóhann Ingólfsson, Ásta Flosadóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Guðni Sigþórsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Bygging raðhúss við Lækjarvelli 1.
Tilboð frá SJBald ehf. hljóðaði upp á 35.907.419 kr. að teknu tilliti til deilistuðuls, en tilboð frá Trégrip ehf. hljóðaði upp á 35.968.671 kr. að teknu tilliti til deilistuðuls.
Samþykkt að óska eftir verklýsingu, nánari útfærslu á teikningum, efnis- og litaskrá frá SJBald ehf.  Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við SJBald ehf.

Fundargerð lesin upp og samþykkt,
Fundi slitið kl. 18.00.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð,