- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 178
Mánudaginn 16. mars 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Benedikt Sveinsson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1) Fundargerð Héraðsnefndar Eyjafjarðar frá 10. desember 2008.
Lögð fram.
2) Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 5. febrúar 2009.
Lögð fram.
3) Eyþing.
a) Fundargerð samráðsnefndar SSA og Eyþings frá 19. janúar 2009.
b) Fundargerð stjórnar Eyþings og þingmanna Norðausturkjördæmis frá 21. janúar 2009.
c) Fundargerð stjórnar Eyþings frá 18. febrúar 2009.
Fundargerðirnar lagðar fram.
4) Bréf frá Reykjavíkurborg dags. 20. febrúar 2009.
Bréfið er svar við beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Davíð Þór Stefnisson kt. 181297-2639. Í bréfinu samþykkir Reykjavíkurborg að greiða fyrir skólavist Davíðs Þórs það sem eftir lifir skólaárs. Sveitarstjórn samþykkir að veita Davíð Þór skólavist.
5) Aðalfundur Veiðifélags Fjarðarár 19. mars 2009.
Samþykkt að Jóhann fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
6) Aðalfundur Norðurorku hf. 18. mars 2009.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
7) Aðalfundur Gásakaupstaðar 27. mars 2009.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
8) Bréf frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 24. febrúar 2009.
Bréfið fjallar um endurskoðuð áform um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Grýtubakkahreppi er gefinn kostur á að tjá sig um sameiningu heilbrigðisstofnana við Eyjafjörð. Þar sem fallið hefur verið frá áformum um fyrrgreinda sameiningu sér svetiarstjórn ekki ástæðu til að veita umsögn sína.
9) Staðfesting á að Héraðsnefnd Eyjafjarðar verði lögð niður.
Sveitarstjórn samþykkir að Héraðsnefnd Eyjafjarðar verði lögð niður og að héraðsráð kjósi skiptastjórn til að ganga formlega frá málalokum.
10) Úthlutun á lóð nr. 1 við Lækjarvelli.
Samþykkt að úthluta lóðinni undir parhús sem verður í eigu Grýtubakkahrepps.
11) Staða atvinnumála í Grýtubakkahreppi.
Rætt vítt og breitt um atvinnumál í sveitarfélaginu.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:10.