Sveitarstjórn

30.03.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 179

Mánudaginn 30. mars 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Aðalskipulag.
Árni Ólafsson komst ekki á fundinn og var því þessum lið frestað.

2. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2008, fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 16. mars 2009.
Lögð fram.

4. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 11. mars 2009.
Lögð fram.

5. Erindi frá Samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ).
Lagt fram.

6. Trúnaðarmál.
Fært í þar til gerða bók.

7. Atvinnumál. 
Rætt um atvinnumál.

8. Vinnuskóli Grýtubakkahrepps sumarið 2009. 
Rætt um fyrirkomulag vinnuskóla.

9. Samningar um leigu á landi Grýtubakkahrepps.
Samningarnir eru milli Grýtubakkahrepps annars vegar og hins vegar
1. Tómasar Jóhannessonar og Sigurðar Baldurs Þorsteinssonar.
2. Hestamannafélagsins Þráins.
3. Jakobs Þórðarsonar, Hermanns G. Jónssonar, Þórðar Jakobssonar og Sigurbjörns Jakobssonar.
4. Heimis Ásgeirssonar.
5. Ingólfs Björnssonar og Ingvars Þórs Ingvarssonar.
6. Guðna Sigþórssonar.
7. Líneyjar Soffíu Daðadóttur.
8. Sigríðar Pálrúnar Stefánsdóttur
Leiguland er ætlað til sumarbeitar hrossa. Samningarnir samþykktir. Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
     
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.