Sveitarstjórn

18.05.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 182

Mánudaginn 18. maí 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn voru mættir að Benedikt Sveinssyni frátöldum og sat Jenný Jóakimsdóttir í hans stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 11. maí 2009.
Er verið að kynna dag barnsins sem verður 24. maí nk. Samþykkt að hafa sundlaugina opna í tilefni dagsins og hafa frítt í sund fyrir alla.

2. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. maí 2009.
Er verið að óska eftir framlagi frá Grýtubakkahreppi í verkefnið „Bændur græða landið“. Samþykkt að veita umbeðin styrk að upphæð kr. 60.000-.

3. Bréf frá Skólahreysti dags. í maí 2009.
Er verið að leita eftir fjárhagslegum stuðningi við verkefnið. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 20.000-.

4. Minnisblað frá samráðsfundi sveitarfélaga um efnahagsmál þann 13. maí 2009.  Lagt fram.

5. Laun vinnuskóla Grýtubakkahrepps sumarið 2009.
Eftirfarandi laun ákveðin hjá vinnuskóla Grýtubakkahrepps
sumarið 2009

Laun vinnuskóla sumarið 2009
                                                                  dagvinna     yfirvinna
16 ára       1993              126.857         731,88        1.317,40
15 ára       1994                83.361         480,94            865,70
14 ára       1995                72.246         416,81            750,28

Greitt er 20% álag fyrir slátt m. orfi (eingöngu 16 ára slá m. orfi)

6. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 28. maí nk.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

7. Samráðsfundur Launanefndar sveitarfélaga með kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga 19. maí nk.  Lagt fram.

8. Kaupsamningur vegna Miðgarða 6 á Grenivík.
Lagður fram kaupsamningur milli Ingibjargar Svöfu Siglaugsdóttur og Grýtubakkahrepps vegna kaupa á Miðgörðum 6 á Grenivík. Sveitarstjórn heimilar söluna og er sveitarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

9. Atvinnumál.
Atvinnumál rædd.

 Eftirfarandi bókun var gerð:
„Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fyrningarleiðar á aflaheimildum í sjávarútvegi.
Sveitarstjórnin leggur ríka áherslu á að ekki verði hróflað við kvótakerfinu nema í góðri samvinnu við útgerðarmenn.
Útgerðarmenn sem nú starfa í greininni hafa keypt stærstan hluta sinna veiðiheimilda og flestir farið eftir þeim leikreglum sem stjórnvöld hafa sett. Það er því mikið áhyggjuefni verði aflaheimildir teknar endurgjaldslaust.
Á viðsjárverðum tímum eins og nú, er sjávarútvegur enn mikilvægari en nokkurn tímann fyrr. Því þarf að fara varlega í allar breytingar og sporna við því að þekking innan greinarinnar glatist.“

10. Átaksverkefni. 
Sveitarstjóra falið að vinna að hugmyndum að átaksverkefnum.

11. Erindi frá Golfklúbbnum Hvammi.
Er verið að biðja um vinnuframlag í formi styrks við hirðingu á golfvellinum. Erindið samþykkt. 
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

Fleira var ekki rætt, fundargerð lesin upp og samþykkt,
fundi slitið kl. 20.00.

Jón Helgi Pétursson ritaði fundargerð.