Sveitarstjórn

08.06.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 184


Mánudaginn 8. júní 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2009-2020.
Árni Ólafsson kom á fundinn. Farið yfir verkáætlun matslýsingar fyrir umhverfismat skipulagsáætlunar.

2. Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 4. júní sl.
Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að afréttin öll verði opnuð fyrir sauðfé 4. júní. Ljóst er að ekki er fært til rekstrar í Fjörður sem stendur. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar enda hafði samþykki þegar verið veitt símleiðis. Fundargerðin samþykkt.
 
3. Fundargerð stýrihóps lýðheilsuverkefnis Grýtubakkahrepps frá
3. júní sl.
Lagt fram.

4. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 20. apríl 2009.
Lagt fram.

5. Bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 28. maí 2009.
Verið er að kynna tilraunaverkefni um rafrænar sveitarstjórnarkosningar í maí 2010. Velja á tvö sveitarfélög í verkefnið og er verið að óska eftir viðbrögðum frá þeim sveitarfélögum sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefninu.  Lagt fram.
 
6. Samþykktir AFE. Drög að reglum um fundarsköp AFE og Samþykktir Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), byggðasamlags. Lagt fram.

7. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf. 2. júní 2009.
Sveitarstjóri fór með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum samkvæmt samþykki sveitarstjórnarmanna í tölvupósti.

8. Endurskoðun á gjaldskrá áhaldahúss Grýtubakkahrepps.
Samþykkt gjaldskrárbreyting á eftirfarandi liðum.  Gjaldskrá þessara liða verður frá og með 15. júní eftirleiðis:
a. Maður 1   3.400 kr./klst.
b. Maður 2   2.400 kr./klst.
c. Maður m/sláttuvél  3.000 kr./klst.
Öll verð eru án virðisaukaskatts.

9. Kosning oddvita og varaoddvita Grýtubakkahrepps til eins árs.
Sveitarstjóri bar fram tillögu þess efnis að oddviti yrði áfram Fjóla V. Stefánsdóttir og varaoddviti Jón Helgi Pétursson.  Tillagan var samþykkt.


 Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
 Fundi slitið kl. 19:15.

Fundargerð ritaði Jón Helgi Pétursson