- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 185
Mánudaginn 22. júní 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Ásta Flosadóttir. Í hennar stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 18. júní sl.
Fundargerðin samþykkt.
2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 2. júní 2009.
Lögð fram.
3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
frá 3. júní 2009.
Lögð fram.
4. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 22. apríl 2009.
Lögð fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við ársreikning
Héraðsnefndar fyrir árið 2008.
5. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 25. maí 2009.
Lögð fram.
6. Bréf frá Menningarráði Eyþings dags. í júní 2009.
Bréfið fjallar um endurnýjun samnings um samstarf ríkis og sveitarfélaga
á svæði Eyþings um menningarmál og endurnýjun samstarfs-
samnings sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.
Lagt fram.
7. Bréf frá Þingeyjarsveit dags. 4. júní 2009.
Bréfið fjallar um nafn á skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillögu Þingeyjarsveitar um skipan
sameiginlegrar nefndar um nafngift skagans. Sveitarstjórn
tilnefnir Björn Ingólfsson, Jennýju Jóakimsdóttur og Heimi
Ásgeirsson í nefndina af hálfu Grýtubakkahrepps.
8. Bréf frá slökkviliðsstjóra Grýtubakkahrepps dags. 19. júní 2009.
Heimild veitt til að bæta fjarskiptatæki slökkviliðsins.
Kostnaður er áætlaður kr. 262.965- m.vsk.
9. Aðalfundur Sæness ehf. 23. júní nk.
Samþykkt að Jóhann Ingólfsson fari með atkvæði Grýtubakkahrepps
á fundinum.
10. Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarbók.
11. Lionsklúbburinn Þengill.
Eins og hreppsbúum er kunnugt hefur Lionsklúbburinn Þengill lagt
starfsemi sína niður. Klúbburinn hefur verið ötull stuðningsaðili
góðra málefna í sveitarfélaginu á undangengnum áratugum.
Sveitarstjórn færir Lionsmönnum bestu þakkir fyrir störf þeirra.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:20.