- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 193
Mánudaginn 4. janúar 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 14. desember 2009.
Fundargerðin samþykkt.
2. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar frá 4. desember 2009.
Fundargerðin lögð fram og fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 samþykkt.
3. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar
frá 14. desember 2009. Lagt fram.
4. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 15. desember og
jólafundar frá sama tíma.
Í fundargerð byggingarnefndar, lið 1 eru Pólarhestar ehf. að sækja um
leyfi fyrir byggingu á einbýlishúsi á jörðinni Grýtubakka II. Í lið 2 er Tómas
Seiz, Nolli að sækja um leyfi til að rífa forstofu og byggja nýja ásamt
pottastofu við íbúðarhúsið að Nolli. Fundargerðirnar lagðar fram.
Liðir 1 og 2 í fundargerð frá 15. desember samþykktir.
5. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 9. desember 2009.
Lagt fram.
6. Tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði dags. 14. desember 2009.
Bréfið fjallar um fasteignagjöld af húsnæði sem Íbúðarlánasjóður á í
sveitarfélaginu. Verið er að kanna möguleika á afslætti af fasteignagjöldum
íbúðarhúsnæðis sem ekki er í notkun. Erindinu hafnað.
7. Nafn á skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.
Lagður fram tölvupóstur frá Birni Jóhannssyni, dags 23. desember 2009 þar
sem hann setur fram tillögur að nöfnum á skagann. Einnig bréf frá Árna B.
Stefánssyni dags. 11. desember og 17. desember 2009 þar sem fram
kemur tillaga að nafni. Samþykkt að vísa erindinu til samráðsnefndar um
nafngift skagans.
8. Bréf frá Náttúrustofu Vesturlands dags. 10. desember 2009.
Bréfið fjallar um umhverfisvottun á Íslandi. Lagt fram.
9. Drög að gjafaafsali vegna skýla í Fjörðum og á Látraströnd.
Drög af gjafaafsali samþykkt. Sveitarstjóra falið að ganga frá afsalinu.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:30.
Jón Helgi ritaði fundargerð.