- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 195
Mánudaginn 1. febrúar 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Fjóla Stefánsdóttir en í hennar stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð skilanefndar Héraðsnefndar Eyjafjarðar frá
13. janúar 2010.
Lagt fram.
2. Bréf frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar dags. 15. janúar 2010.
Í bréfinu er verið að leita samþykktar Grýtubakkahrepps á sameiningu
Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar og Almannavarnarnefndar Fjallabyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
3. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dags. 28. janúar 2010.
Er verið að leita eftir umsóknum um að halda 15. Unglingalandsmót UMFÍ
sem haldið verður 2012.
Lagt fram.
4. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps. Seinni umræða.
A hluti sveitarsjóðs:
Í þús kr. 2011 2012 2013
Rekstrartekjur 214.291 220.790 227.484
Rekstrargjöld 221.708 227.249 233.017
Fjármagnsliðir 9.329 9.483 9.616
Rekstrarniðurstaða 1.911 3.024 4.083
Fjárfestingar 21.900 16.900 11.400
Samstæða:
Í þús kr. 2011 2012 2013
Rekstrartekjur 274.404 282.706 291.258
Rekstrargjöld 275.495 282.506 289.695
Fjármagnsliðir -3.558 -3.152 -2.759
Rekstrarniðurstaða -4.650 -2.952 -1.196
Fjárfestingar 21.900 16.900 17.400
Seinni umræðu lokið og þriggja ára áætlun samþykkt.
Fleira var ekki rætt, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18.35.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.