- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 201
Mánudaginn 3. maí 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps.
Árni Ólafsson ráðgjafi Grýtubakkahrepps við aðalskipulagsgerð kom á
fundinn og fór yfir drög að skipulaginu.
2. Málefni SÁA. Framhald umræðu síðasta fundar.
Málið fjallar um að tryggja SÁÁ áframhaldandi starfsemi á Akureyri.
Samþykkt að styrkja starfsemina um kr. 33.333- á árinu 2010 og um
kr. 50.000- á árinu 2011. Fjármögnun styrkveitingar fyrir árið 2010 er
vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Styrkveitingin er háð því að
önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu styðji starfsemina með
sambærilegum hætti.
3. Húsaleiga fyrir fatlaða.
Samþykkt að húsaleiga fatlaðra hjá sveitarfélaginu verði færð til
samræmis við gjaldskrá Akureyrarbæjar.
4. Grund í Grýtubakkahreppi.
Guðrún Fjóla Helgadóttir eigandi Grundar óskar eftir samþykki
sveitarstjórnar á að skipta landspildu út úr jörðinni Grund sbr.
loftmynd frá Búnaðarasambandi Eyjafjarðar dagsett 21.04.2010.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Fundargerð nefnda Þingeyjarsveitar og Grýtubakkahrepps sem
ætlað er að fjalla um nafngift á skagann milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda, frá 27. apríl 2010.
Sveitarstjórn samþykkir það verklag sem nefndirnar leggja til, þ.e.
að auglýst verði eftir tillögum að nafni og að haldin verði óbindandi
kosning samhliða sveitarstjórnarkosningum um vænlegustu tillögurnar.
6. Bréf frá Íþróttafélaginu Magna, dags. 30. apríl 2010.
Eru forsvarsmenn Magna að kynna hugmyndir að gerð nýs
knattspyrnuvallar á Grenivík. Forsvarsmenn mættu á fundinn og
kynntu tillögurnar.
7. Aðalfundur Flokkunar Eyjafjörður ehf. 5. maí nk.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
8. Tilboð í endurbætur á hluta 1. hæðar Grenivíkurskóla.
Tvö tilboð bárust. Frá SJ Bald ehf. upp á kr. 18.456.243,- og frá
Trégrip ehf. upp á kr. 19.230.332,-. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
kr. 19.797.935,-. Samþykkt að ganga til samninga við SJ Bald ehf.
sem átti lægra tilboðið. Fjóla og Benedikt véku af fundi meðan þessi
liður var ræddur.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:00.
Jón Helgi ritaði fundargerð.